Danka Podovac: Erum með besta liðið í deildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2012 09:00 Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Danka hlaut einnig verðlaun hjá Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu í fyrradag þar sem hún var valin besti leikmaður júnímánaðar. „Mér líður mjög vel á öðru ári mínu í Vestmannaeyjum. Við lentum í þriðja sæti í fyrra og í ár tel ég að við getum gert töluvert betur. Við höfum betra lið og mikill styrkur í hópnum og fólkinu í kringum liðið," segir Danka sem hefur spilað hér á landi frá árinu 2006. Hún spilaði þrjú tímabil með Keflavík áður en hún gekk til liðs við Fylki þar sem hún spilaði sumarið 2009. Þór/KA naut liðsinnis hennar sumarið 2010 áður en hún færði sig til Eyja fyrir síðustu leiktíð. „Ég tel þetta vera sterkasta liðið sem ég hef spilað með á tíma mínum á Íslandi. Vera mín hjá öllum liðunum þar sem ég hef spilað hefur styrkt mig sem leikmann," segir Danka sem er margreyndur serbneskur landsliðsmaður og hefur mætt Íslandi oftar en einu sinni. „Við höfum alltaf tapað," segir Danka og hlær en landslið Serba hefur styrkst töluvert undanfarin ár. Til marks um það náði liðið jafntefli gegn Englendingum fyrir skömmu. Danka fer varlega í yfirlýsingar þótt hún sé klár á því hvaða lið í deildinni sé sterkast. „Ég tel okkur vera besta liðið í deildinni en samkeppnin er hörð á toppinum. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikilvægt að gleyma sér ekki. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," segir Danka. Eyjakonur geta hvílt sig á morgun þegar átta liða úrslit Borgunarbikarsins fara fram. Liðið féll úr leik eftir ótrúlegan leik gegn Breiðabliki í Eyjum sem fór í vítaspyrnukeppni að loknu 4-4 jafntefli. „Tapið í Eyjum gegn Breiðabliki í bikarnum var slæmur dagur hjá okkur. Nú einbeitum við okkur að deildinni og gerum okkar besta," segir Danka. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Danka hlaut einnig verðlaun hjá Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu í fyrradag þar sem hún var valin besti leikmaður júnímánaðar. „Mér líður mjög vel á öðru ári mínu í Vestmannaeyjum. Við lentum í þriðja sæti í fyrra og í ár tel ég að við getum gert töluvert betur. Við höfum betra lið og mikill styrkur í hópnum og fólkinu í kringum liðið," segir Danka sem hefur spilað hér á landi frá árinu 2006. Hún spilaði þrjú tímabil með Keflavík áður en hún gekk til liðs við Fylki þar sem hún spilaði sumarið 2009. Þór/KA naut liðsinnis hennar sumarið 2010 áður en hún færði sig til Eyja fyrir síðustu leiktíð. „Ég tel þetta vera sterkasta liðið sem ég hef spilað með á tíma mínum á Íslandi. Vera mín hjá öllum liðunum þar sem ég hef spilað hefur styrkt mig sem leikmann," segir Danka sem er margreyndur serbneskur landsliðsmaður og hefur mætt Íslandi oftar en einu sinni. „Við höfum alltaf tapað," segir Danka og hlær en landslið Serba hefur styrkst töluvert undanfarin ár. Til marks um það náði liðið jafntefli gegn Englendingum fyrir skömmu. Danka fer varlega í yfirlýsingar þótt hún sé klár á því hvaða lið í deildinni sé sterkast. „Ég tel okkur vera besta liðið í deildinni en samkeppnin er hörð á toppinum. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikilvægt að gleyma sér ekki. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," segir Danka. Eyjakonur geta hvílt sig á morgun þegar átta liða úrslit Borgunarbikarsins fara fram. Liðið féll úr leik eftir ótrúlegan leik gegn Breiðabliki í Eyjum sem fór í vítaspyrnukeppni að loknu 4-4 jafntefli. „Tapið í Eyjum gegn Breiðabliki í bikarnum var slæmur dagur hjá okkur. Nú einbeitum við okkur að deildinni og gerum okkar besta," segir Danka.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira