Verður erfitt að minnast voðaverkanna í Útey Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2012 14:07 Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira