Hæstiréttur staðfestir úrskurð í Vafningsmálinu BBI skrifar 4. júlí 2012 17:27 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms að hafna kröfu verjenda í Vafningsmálinu. Þeir höfðu krafist þess að embætti sérstaks saksóknara fengi ekki að leggja fram greinargerð um innanhússrannsókn á rannsakendum málsins. Hæstiréttur sagði að greinargerðin þjónaði þeim tilgangi einum að varpa ljósi á rannsóknina og tiltekna þætti hennar. Án þess dómstóllinn tæki afstöðu til sönnunargildis greinargerðarinnar að svo stöddu þótti ekki ástæða til að synja um framlagningu hennar. Í íslensku sakamálaréttarfari þarf yfirleitt mikið til að koma svo málsaðilum sé synjað um framlagningu gagna. Það þýðir hins vegar ekki endilega að mikið verði byggt á þeim þegar dómstólar komast að efnislegri niðurstöðu. Ásteytingarsteinninn í málinu er sá að tveir starfsmenn Sérstaks saksóknara komu að rannsókn í Vafningsmálinu á meðan félag í þeirra eigu vann fyrir þrotabú Milestone sem snertir sakarefni málsins. Þetta töldu verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu, spilla allri rannsókninni og kröfðust frávísunar málsins. Embætti sérstaks saksóknara vildi leggja fram greinargerð til að sýna fram á að þetta hefði ekki grafið undan rannsókninni. Verjendurnir töldu að sú greinargerð ætti ekki að komast að enda væri hún ekki unnin af óháðum aðila. Nú hafa dómstólar sagt að sú greinargerð fái að komast að. Dómsmál Vafningsmálið Tengdar fréttir Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag. 27. júní 2012 15:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms að hafna kröfu verjenda í Vafningsmálinu. Þeir höfðu krafist þess að embætti sérstaks saksóknara fengi ekki að leggja fram greinargerð um innanhússrannsókn á rannsakendum málsins. Hæstiréttur sagði að greinargerðin þjónaði þeim tilgangi einum að varpa ljósi á rannsóknina og tiltekna þætti hennar. Án þess dómstóllinn tæki afstöðu til sönnunargildis greinargerðarinnar að svo stöddu þótti ekki ástæða til að synja um framlagningu hennar. Í íslensku sakamálaréttarfari þarf yfirleitt mikið til að koma svo málsaðilum sé synjað um framlagningu gagna. Það þýðir hins vegar ekki endilega að mikið verði byggt á þeim þegar dómstólar komast að efnislegri niðurstöðu. Ásteytingarsteinninn í málinu er sá að tveir starfsmenn Sérstaks saksóknara komu að rannsókn í Vafningsmálinu á meðan félag í þeirra eigu vann fyrir þrotabú Milestone sem snertir sakarefni málsins. Þetta töldu verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu, spilla allri rannsókninni og kröfðust frávísunar málsins. Embætti sérstaks saksóknara vildi leggja fram greinargerð til að sýna fram á að þetta hefði ekki grafið undan rannsókninni. Verjendurnir töldu að sú greinargerð ætti ekki að komast að enda væri hún ekki unnin af óháðum aðila. Nú hafa dómstólar sagt að sú greinargerð fái að komast að.
Dómsmál Vafningsmálið Tengdar fréttir Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag. 27. júní 2012 15:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag. 27. júní 2012 15:00