Íslenski boltinn

Höttur hélt hreinu en Fjölnir á toppinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höttur og Fjölnir skildu jöfn 0-0 í lokaleik áttundu umferðar í 1. deild karla á Egilsstöðum í dag.

Fjölnir fer þrátt fyrir allt í toppsæti deildarinnar á nýjan leik. Liðið hefur 16 stig, jafnmörg og Víkingur Ólafsvík en töluvert betra markahlutfall.

Heimamenn spiluðu manni fleiri síðustu tíu mínúturnar þar sem Bergsveini Ólafssyni, Fjölnismanni, var vikið af velli. Það kemur fram á Úrslit.net.

Höttur hefur enn ekki fengið á sig mark í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum á tímabilinu. Fjölnismenn hafa sömuleiðis ekki fengið á sig mark í síðustu þremur leikjum svo ekki mátti vænta markaleiks á Vilhjálmsvelli í dag.

Höttur hefur tíu stig líkt og Víkingur Reykjavík í 6.-7. sæti deildarinnar en betra markahlutfall.



Stöðuna í deildinni má sjá hér
.


Tengdar fréttir

Magnús Páll hetja Hauka í sigri á ÍR

Framherjinn Magnús Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á ÍR í 8. umferð 1. deildar karla en leikið var á Ásvöllum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×