Fótbolti

Björn Bergmann skoraði og klúðraði víti | Sex Íslendingalið áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði eitt marka Lilleström í 3-0 sigri á Ullensaker/Kisa í norsku bikarkeppninni í kvöld. Sex Íslendingalið komust áfram í 4. umferð en þrjú lið skipuð íslenskum leikmönnum duttu úr keppni.

Björn Bergmann kom Lilleström í 1-0 í 3-0 sigrinum á Ullensaker/Kisa en fimm mínútum áður hafði hann skotið yfir úr vítaspyrnu sem Pálmi Rafn Pálmason fékk. Björn Bergmann fór útaf í hálfleik en Pálmi spilaði allan leikinn.

Indriði Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Viking vann 2-0 útisigur á Åsane.

Andrés Már Jóhannesson spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum þegar Haugesund vann 8-2 heimasigur á Egersund en Andrés Már lagði upp fimmta mark liðsins.

Guðmundur Kristjánsson spilaði allan leikinn með Start þegar liðið vann 1-0 útisigur á Kongsvinger en Matthías Vilhjálmsson gat ekki verið með vegna meiðsla.

Kristján Örn Sigurðarson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson spiluðu báðir með Hönefoss þegar liðið tapaði í vítakeppni á móti Mjöndalen. Sverrir Hilmar Gunnarsson skoraði úr síðasta víti Mjöndalen.

Birkir Már Sævarsson spilaði ekki með Brann vegna meiðsla þegar liðið vann 3-0 útisigur á Nest Sotra.

Veigar Páll Gunnarsson spilaði fyrri hálfleik þegar Vålerenga tapaði 1-3 fyrir Sandefjord eftir framlengdan leik.

Haraldur Björnsson sat allan tímann á bekknum þegar Sarpsborg 08 tapaði 1-2 á útivelli á móti Hödd eftir framlengdan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×