Umfjöllun: Eyjakonur bundu enda á sigurgöngu Þór/KA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2012 13:05 ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Leikur liðanna var jafn framan af en Eyjakonur þó beittari í sóknaraðgerðum sínum. Ein slík á 21. mínútu var á þá leið að Shaneka Gordon geystist upp hægri kantinn, sendi fyrir á nærsvæðið þangað sem Kristín Erna Sigurlásdóttir kláraði færið vel. Fjórða mark Kristínar Ernu í sumar og Shaneka Gordon nýtti hraða sinn vel. Gordon var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Dönku Podovac. Gordon var yfirveguð þrátt fyrir að Chantel Jones kæmi askvaðandi á móti henni og renndi boltanum í fjærhornið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum. Bryndís Lára þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hún varði langskot Bandaríkjakonunnar Tahnai Annis í þverslána. Bryndís Lára var öryggið uppmálað í marki Eyjakvenna í leiknum. Bæði greip hún vel inní auk þess að verja vel þegar á þurfti. Allt stefndi í tveggja marka forystu Eyjakvenna í leikhléi þegar Serbarnir í liði Eyjakvenna buðu upp á þriðja markið. Danka vippaði boltanum þá inn fyrir á Vesnu Smiljkovic sem tók boltann á lofti. Skotið var arfaslakt en fann sér þó leið á lúsarhraða neðst í markhornið. Þriggja marka forysta raunin og segja má að björninn hafi verið unninn. Kayla Grimsley minnkaði muninn fyrir heimakonur með ágætu marki á 56. mínútu. Þá fékk hún langa sendingu inn fyrir vörnina. Virtist spila sig út í ógöngur áður en hún sneri af sér varnarmann og skoraði. Laglega mark og gaf Þór/KA vonarneista. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri í kjölfarið en Bryndís var sem fyrr segir öryggið uppmálað. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði út um vonir heimakvenna á 82. mínútu. Kristín Erna fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Kristín lék út að endalínu og lagði boltann út á Berglindi sem hamraði boltann í þaknetið, leik lokið. Þór/KA saknaði framherja síns Katrínar Ásbjörnsdóttur sárlega í leiknum. Hin 15 ára Lilý Rut Hlynsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í framlínu Akureyrarliðsins og stóð sig ágætlega en skarð Katrínar er vandfyllt. Katrín spilaði síðustu 25 mínúturnar og ljóst að liðið má erfiðlega við fjarveru hennar í sóknarleiknum. Fjarvera Katrínar útskýrir ekki þó mörkin fjögur sem liðið fékk á sig. Fyrir leikinn hafði Þór/KA fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum. Eftir leikinn í dag eru mörkin orðin sjö. Eitthvað fyrir Jóhann Kristinn þjálfara norðankvenna að hugsa um. Ljóst er að Eyjaliðið er til alls líklegt ef marka má leik þeirra í dag. Lið sem getur leyft sér að geyma Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum er nautsterkt sóknarlega. Með Vesnu og Shaneku Gordon á köntunum, Dönku Podovac í hugmyndavinnunni á miðjunni og Kristínu Ernu fremsta verða allar varnir landsins í vandræðum með Eyjakonur. Ekki má gleyma því að minnast á framgöngu hægri bakvarðarins Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða ÍBV, í leiknum. Elísa stóð vaktina gagnvart Söndru Maríu Jessen sérstaklega vel og markahæsti leikmaður mótsins, fyrir þessa umferð, var lengst af í gjörgæslu. Eyjakonur hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 22 og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu umferð þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Leikur liðanna var jafn framan af en Eyjakonur þó beittari í sóknaraðgerðum sínum. Ein slík á 21. mínútu var á þá leið að Shaneka Gordon geystist upp hægri kantinn, sendi fyrir á nærsvæðið þangað sem Kristín Erna Sigurlásdóttir kláraði færið vel. Fjórða mark Kristínar Ernu í sumar og Shaneka Gordon nýtti hraða sinn vel. Gordon var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Dönku Podovac. Gordon var yfirveguð þrátt fyrir að Chantel Jones kæmi askvaðandi á móti henni og renndi boltanum í fjærhornið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum. Bryndís Lára þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hún varði langskot Bandaríkjakonunnar Tahnai Annis í þverslána. Bryndís Lára var öryggið uppmálað í marki Eyjakvenna í leiknum. Bæði greip hún vel inní auk þess að verja vel þegar á þurfti. Allt stefndi í tveggja marka forystu Eyjakvenna í leikhléi þegar Serbarnir í liði Eyjakvenna buðu upp á þriðja markið. Danka vippaði boltanum þá inn fyrir á Vesnu Smiljkovic sem tók boltann á lofti. Skotið var arfaslakt en fann sér þó leið á lúsarhraða neðst í markhornið. Þriggja marka forysta raunin og segja má að björninn hafi verið unninn. Kayla Grimsley minnkaði muninn fyrir heimakonur með ágætu marki á 56. mínútu. Þá fékk hún langa sendingu inn fyrir vörnina. Virtist spila sig út í ógöngur áður en hún sneri af sér varnarmann og skoraði. Laglega mark og gaf Þór/KA vonarneista. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri í kjölfarið en Bryndís var sem fyrr segir öryggið uppmálað. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði út um vonir heimakvenna á 82. mínútu. Kristín Erna fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Kristín lék út að endalínu og lagði boltann út á Berglindi sem hamraði boltann í þaknetið, leik lokið. Þór/KA saknaði framherja síns Katrínar Ásbjörnsdóttur sárlega í leiknum. Hin 15 ára Lilý Rut Hlynsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í framlínu Akureyrarliðsins og stóð sig ágætlega en skarð Katrínar er vandfyllt. Katrín spilaði síðustu 25 mínúturnar og ljóst að liðið má erfiðlega við fjarveru hennar í sóknarleiknum. Fjarvera Katrínar útskýrir ekki þó mörkin fjögur sem liðið fékk á sig. Fyrir leikinn hafði Þór/KA fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum. Eftir leikinn í dag eru mörkin orðin sjö. Eitthvað fyrir Jóhann Kristinn þjálfara norðankvenna að hugsa um. Ljóst er að Eyjaliðið er til alls líklegt ef marka má leik þeirra í dag. Lið sem getur leyft sér að geyma Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum er nautsterkt sóknarlega. Með Vesnu og Shaneku Gordon á köntunum, Dönku Podovac í hugmyndavinnunni á miðjunni og Kristínu Ernu fremsta verða allar varnir landsins í vandræðum með Eyjakonur. Ekki má gleyma því að minnast á framgöngu hægri bakvarðarins Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða ÍBV, í leiknum. Elísa stóð vaktina gagnvart Söndru Maríu Jessen sérstaklega vel og markahæsti leikmaður mótsins, fyrir þessa umferð, var lengst af í gjörgæslu. Eyjakonur hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 22 og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu umferð þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn