Íslenski boltinn

Nóg af mörkum í Pepsi-deild kvenna - Blikar gengu frá KR-ingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir gerði þrennu fyrir Breiðablik.
Fanndís Friðriksdóttir gerði þrennu fyrir Breiðablik.
Þremur leikjum er nýlokið í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en þar ber helst að nefna markaleik á Selfossi þar sem gestirnir úr Fylki völtuðu yfir heimastúlkur, 5-1.

Fylkir skoraði öll sín mörk í fyrri hálfleiknum og stefndi allt í algjöra niðurlægingu. Ruth Þórðar Þórðardóttir gerði tvö mörk fyrir Fylki í leiknum. Margrét Björg Ástvaldsdóttir , Lovísa Sólveig Erlingsdóttir og Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir gerðu síðan allar sitt markið hver.

Blikar fóru í góða heimsókn í Frostaskólið og unnu frábæran sigur á KR, 5-1, en Fanndís Friðriksdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Ella Dís Thorarensen og María Rós Arngrímsdóttir gerðu síðan sitt markið hvor. Breiðablik komst tímabundið í annað sæti deildarinnar og eru með 14 stig, tveim stigum á eftir Þór/KA.

Valsstúlkur lentu undir 1-0 gegn FH á Hlíðarenda en komu síðan sterkar til baka og unnu að lokum öruggan sigur, 5-1. Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö mörk fyrir Val sem og Elín Metta Jensen sem gerði einnig tvö. Rakel Logadóttir gerði eitt mark fyrir Val. Valur er því komið með 13 stig, þremur stigum á eftir Þór/KA sem er í toppsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×