Hólmfríður: Eigandinn mætir á leikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 17:15 Hólmfríður á landsliðsæfingunni í gær. Mynd / Ernir Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira