Hólmfríður: Eigandinn mætir á leikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 17:15 Hólmfríður á landsliðsæfingunni í gær. Mynd / Ernir Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Sjá meira
Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir líkar vel vistin hjá b-deildarfélaginu Avaldsnes í Noregi. Nýverið gekk Þórunn Helga Jónsdóttir, kollegi Hólmfríðar úr landsliðinu, til liðs við félagið eftir töluverða pressu frá Hólmfríði. Hún segir liðið vera orðið mikið Íslendingalið. „Þjálfarateymið og eigandi félagsins ætla að mæta á leikinn. Kannski á að kaupa fleiri Íslendinga," segir Hólmfríður og hlær. Auk Hólmfríðar og Þórunnar Helgu spilar markvörðurinn Björk Björnsdóttir með norska félaginu sem og framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Avaldsnes situr á toppi norsku b-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu níu. Liðið hefur fimm stiga forskot á næsta lið. Til marks um sterkan leikmannahóp liðsins hefur leik liðsins um næstu helgi verið frestað vegna landsleikja sem fram fara næstkomandi fimmtudag. Engum öðrum leik í deildinni hefur verið frestað. Auk íslensku landsliðsmannanna er írsk landsliðskona í liði Avaldsnes. Mikill metnaður virðist vera hjá norska félaginu og Hólmfríður samsinnir því. „Félagið var í D-deild fyrir þremur árum. Liðið lyfti sér upp í C-deild og svo í B-deild þar sem það spilaði í fyrra líkt og nú. Aðstaðan er mjög flott og mikill hugur hjá eiganda félagsins að gera þetta að stóru félagi," segir Hólmfríður sem er samningsbundin liðinu til loka leiktíðar. „Það gengur vel og vonandi förum við alla leið svo við getum fylgt liðinu upp um deild. Það er gaman þegar gengur vel," segir Hólmfríður sem er í samningaviðræðum við félagið með þeim fyrirvara að liðið fari upp. Prófraun í bikarnumAvaldsnes mætir úrvalsdeildarliðinu Amazon Grimstad í 16-liða úrslitum norska bikarsins eftir tæpar tvær vikur. Þá fá leikmenn liðsins forsmekkinn að því sem koma skal í efstu deild takist liðinu að tryggja sæti sitt þar. Hólmfríður hlakkar til leiksins. „Það er verst að Þórunn Helga verður ekki komin. En þjálfarinn okkar þjálfaði þær og tvær í okkar röðum spiluðu með liðinu. Það er mikill hugur að komast í átta liða úrslit," segir Hólmfríður sem hefur skorað tíu mörk í níu leikjum. Kristín Ýr, framherji liðsins, hefur einnig skorað tíu mörk og samanlagt hafa þær skorað 20 af 27 mörkum liðsins eða 74 prósent. Hólmfríður þvertekur fyrir að þær stöllur séu í markaskorunarkeppni. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Við hugsum bara um stigin þrjú í hverjum leik," segir Hólmfríður. Aðspurð hvort hægt sé að bera saman veruna í Noregi við tíma hennar í Bandaríkjunum er hún fljót til svars. „Það er ekki hægt að líkja þessu við Bandaríkin þar sem voru 5-17 þúsund manns að mæta á leikina. Þar var allt mjög fagmannlegt en þetta er bara annað og mjög skemmtilegt verkefni."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Sjá meira