Woods ekki lengur tekjuhæsti íþróttamaður heims Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júní 2012 23:15 Woods er fallinn niður í þriðja sætið NordicPhotos/Getty Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Samtals þénaði Mayweather 85 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum, rétt um 10,7 milljarða íslenskra króna. Pacquiao tók inn tæpar 62 milljónir á meðan launaseðill Woods hljóðaði upp á 58 milljónir dala.Allt er innifalið í þeim upphæðum sem nefndar eru hér að ofan, það er beinar tekjur af keppnum sem og auglýsingasamningar. Mayweather barðist við tvo andstæðinga á því tímabili sem Forbes tekur saman, gegn Victor Ortiz í september á síðasta ári og Miguel Cotto í maí. Hann hafði betur í báðum viðureignunum rétt eins og í hin 43 skiptin sem hann hefur stigið inn í hringinn á atvinnumannaferli sínum. Langstærsti hlutinn af tekjum Mayweather kemur frá þessum tveimur bardögum sem stóðu samtals yfir í minna en klukkustund. Woods hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum á golfvellinum eftir mögur ár þar á undan. Engu að síður er verðlaunafé fyrir frammistöðu í keppnum ársins ekki nema brot af heildartekjum kappans. Tæplega 90 prósent af tekjum Woods koma frá styrktaraðilum. David Beckham er enn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims með tæplega sex milljarða króna en næstir honum eru þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Erlendar Golf Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Samtals þénaði Mayweather 85 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum, rétt um 10,7 milljarða íslenskra króna. Pacquiao tók inn tæpar 62 milljónir á meðan launaseðill Woods hljóðaði upp á 58 milljónir dala.Allt er innifalið í þeim upphæðum sem nefndar eru hér að ofan, það er beinar tekjur af keppnum sem og auglýsingasamningar. Mayweather barðist við tvo andstæðinga á því tímabili sem Forbes tekur saman, gegn Victor Ortiz í september á síðasta ári og Miguel Cotto í maí. Hann hafði betur í báðum viðureignunum rétt eins og í hin 43 skiptin sem hann hefur stigið inn í hringinn á atvinnumannaferli sínum. Langstærsti hlutinn af tekjum Mayweather kemur frá þessum tveimur bardögum sem stóðu samtals yfir í minna en klukkustund. Woods hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum á golfvellinum eftir mögur ár þar á undan. Engu að síður er verðlaunafé fyrir frammistöðu í keppnum ársins ekki nema brot af heildartekjum kappans. Tæplega 90 prósent af tekjum Woods koma frá styrktaraðilum. David Beckham er enn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims með tæplega sex milljarða króna en næstir honum eru þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Erlendar Golf Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira