Áhugi Frakka á íslenskri matargerð að aukast Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2012 10:42 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Frakka í sendiráðsbústaðnum í París. mynd/ elly. Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni. Matur Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni.
Matur Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira