Umfjöllun: Valskonur sluppu með skrekkinn í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2012 16:19 Mynd / Vilhelm Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira