Rekstrartap Sony aldrei verið hærra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. maí 2012 13:43 Masaru Kato, fjármálastjóri Sony. mynd/AP Náttúruhamfarir í Asíu á síðasta ári og sterk staða japanska jensins eru sögð vera helstu ástæðurnar fyrir rekstrartapi tæknifyrirtækisins Sony á síðasta ári. Tap fyrirtækisins nam 5.7 milljörðum dollara eða um 717 milljörðum króna á síðasta ári. Framleiðslulínur Sony fóru úr skorðum í kjölfar jarðskjálftans við strendur Japan á síðasta ári. Þá urðu verksmiðjur fyrirtækisins í Tælandi fyrir stórfelldum skemmdum þegar flóð geisuðu í landinu í október. Eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins í Asíu dróst síðan verulega saman í kjölfar hamfaranna. En horfurnar eru góðar samkvæmt Sony. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að skila hagnaði á yfirstandandi reikningsári - þrátt fyrir að fyrirtækið eigi nú í harðvítugri baráttu á tölvuleikjamarkaðinum. PlayStation 3 leikjatölvan hefur lengi verið ein helsta tekjulind Sony en tilkoma snjallsíma og spjaldtölva hafa breytt landslagi tölvuleikjamarkaðsins og hefur sala á leikjatölvunni dregist verulega saman á síðustu mánuðum. Leikjavísir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Náttúruhamfarir í Asíu á síðasta ári og sterk staða japanska jensins eru sögð vera helstu ástæðurnar fyrir rekstrartapi tæknifyrirtækisins Sony á síðasta ári. Tap fyrirtækisins nam 5.7 milljörðum dollara eða um 717 milljörðum króna á síðasta ári. Framleiðslulínur Sony fóru úr skorðum í kjölfar jarðskjálftans við strendur Japan á síðasta ári. Þá urðu verksmiðjur fyrirtækisins í Tælandi fyrir stórfelldum skemmdum þegar flóð geisuðu í landinu í október. Eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins í Asíu dróst síðan verulega saman í kjölfar hamfaranna. En horfurnar eru góðar samkvæmt Sony. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að skila hagnaði á yfirstandandi reikningsári - þrátt fyrir að fyrirtækið eigi nú í harðvítugri baráttu á tölvuleikjamarkaðinum. PlayStation 3 leikjatölvan hefur lengi verið ein helsta tekjulind Sony en tilkoma snjallsíma og spjaldtölva hafa breytt landslagi tölvuleikjamarkaðsins og hefur sala á leikjatölvunni dregist verulega saman á síðustu mánuðum.
Leikjavísir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira