Handbolti

HK missir Elínu Önnu yfir í FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Anna Baldursdóttir og formaður hkd FH Jónu Björg Björgvinsdóttur.
Elín Anna Baldursdóttir og formaður hkd FH Jónu Björg Björgvinsdóttur. Mynd/Heimasíða FH
Elín Anna Baldursdóttir, markahæsti leikmaður HK í úrslitkeppni N1 deildar kvenna og einn allra besti leikmaður Kópavogsliðsins síðustu ár, hefur gert tveggja ára samning við FH. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH.

Elín Anna skoraði 70 mörk í 16 leikjum í deildarkeppninni en hún er miðjumaður að upplagi en getur leyst allar stöður fyrir utan. Elín Anna skoraði 20 mörk í 2 leikjum HK á móti Stjörnunni í úrslitakeppninni.

Í fréttatilkynningu FH kemur fram að Kristján Aðalsteinsson kemur heim frá Noregi og gerist aðstoðarþjálfari Jóns Gunnlaugs Viggósonar og að FH sé jafnframt í viðræðum við tvo erlenda leikmenn.

FH endaði í neðsta sæti N1 deildar kvenna síðasta vetur en vann 22-21 sigur á HK í lokaumferðinni þar sem Elín Anna skoraði átta mörk fyrir HK-liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×