Fótbolti

Eyjólfur fór illa með tvö dauðafæri í jafntefli SönderjyskE

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. Mynd/Heimasíða SönderjyskE
SönderjyskE og FC Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en íslensku leikmennirnir Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson léku allan leikinn og fengu báðir tækifæri til að skora fyrir SönderjyskE í leiknum.

Lasse Vibe kom SönderjyskE í 1-0 á 17. mínútu og í kjölfarið fékk liðið nokkur góð færi til að bæta við mörkum. Það tókst hinsvegar ekki og Jakob Poulsen jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 74. mínútu.

Eyjólfur Héðinsson fékk tvö algjör dauðafæri í leiknum, fyrst skallaði hann yfir af stuttu færi á 54. mínútu og svo skaut hann í utanverða stöngina eftir að hafa sloppið einn í gegn á 77. mínútu. Hallgrímur spilaði í vörninni en ógnaði nokkrum sinnum með góðum sköllum eftir föst leikatriði.

SönderjyskE er í 8. sæti deildarinnar en FC Midtjylland er í 3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×