Fótbolti

Kristinn skoraði en Davíð Þór fagnaði sigri | Flott innkoma hjá Heiðari Geir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson. Mynd/Stefán
Kristinn Steindórsson opnaði markareikninginn sinn í sænsku b-deildinni í fótbolta í kvöld en það dugði þó ekki Halmstad-liðinu sem tapaði 1-2 á útivelli fyrir Östers IF í Íslendingaslag. Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Öster. Heiðar Geir Júlíusson var hetja Ängelholms FF í jafnteflisleik á útivelli á móti Jönköpings Södra.

Kristinn hafði ekki náð að skora í fjórum fyrstu leikjum sínum með Halmstad en Guðjón Baldvinsson var aftur á móti búinn að skora þrjú mörk. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu hjá Halmstad í kvöld og spiluðu allan leikinn.

Freddy Söderberg kom Öster í 1-0 á 11. mínútu en Kristinn jafnaði metin á 24. mínútu. Söderberg lagði síðan upp mark fyrir Andreas Wihlborg á 61. mínútu.

Heiðar Geir Júlíusson kom inn á sem varamaður og tryggði Ängelholms FF 2-2 jafntefli á úitivelli á móti Jönköpings Södra með jöfnunarmarki sjö mínútum fyrir leikslok. Heiðar Geir kom inn á 63. mínútu þegar Ängelholm var 2-0 undir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×