Tíu búrhvalir í botni Steingrímsfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2012 17:14 Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega. Hvalavaðan var nánast inni í botni Steingrímsfjarðar, vel fyrir innan Hólmavík og lengst af á móts við bæinn Bassastaði, að sögn Jóns Halldórssonar, landpósts á Hólmavík, sem tók myndir síðdegis í gær af hvölunum en myndband af þeim verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón sá hvalina fyrst úr landi í gærmorgun en fékk síðan kunningja sinn, Benedikt Pétursson, til að skutla sér á bát út á fjörðinn að loknum vinnudegi. Þeir sögðust strax vera vissir um að þetta væru búrhvalir og það staðfestir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar, eftir að hafa séð myndirnar. Jón segir að þeir hafi fylgt hvölunum eftir í um það bil klukkustund og kveðst aldrei fyrr hafa séð annað eins. Það hafi verið magnað að sjá þetta. Gísli Víkingsson segir mjög óvenjulegt að sjá búrhvali svo langt inni á firði enda haldi þeir sig yfirleitt langt úti á hafi og á djúpsævi. Gísli minnist þess þó að árið 1994 hafi 6-7 búrhvali rekið á land á Ströndum og þeir drepist og tveimur árum áður hafi svipaður atburður orðið á Langanesi. Gísli segir erfitt að skýra hvað valdi því að búrhvalir sjáist þarna á grunnsævi inni á firði. Þeir kafi dýpst allra spendýra, niður á allt að 2ja kílómetra dýpi og geti haldið niðri í sér andanum í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Búrhvalir verða allt að átján metra langir. Dýr Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega. Hvalavaðan var nánast inni í botni Steingrímsfjarðar, vel fyrir innan Hólmavík og lengst af á móts við bæinn Bassastaði, að sögn Jóns Halldórssonar, landpósts á Hólmavík, sem tók myndir síðdegis í gær af hvölunum en myndband af þeim verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón sá hvalina fyrst úr landi í gærmorgun en fékk síðan kunningja sinn, Benedikt Pétursson, til að skutla sér á bát út á fjörðinn að loknum vinnudegi. Þeir sögðust strax vera vissir um að þetta væru búrhvalir og það staðfestir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar, eftir að hafa séð myndirnar. Jón segir að þeir hafi fylgt hvölunum eftir í um það bil klukkustund og kveðst aldrei fyrr hafa séð annað eins. Það hafi verið magnað að sjá þetta. Gísli Víkingsson segir mjög óvenjulegt að sjá búrhvali svo langt inni á firði enda haldi þeir sig yfirleitt langt úti á hafi og á djúpsævi. Gísli minnist þess þó að árið 1994 hafi 6-7 búrhvali rekið á land á Ströndum og þeir drepist og tveimur árum áður hafi svipaður atburður orðið á Langanesi. Gísli segir erfitt að skýra hvað valdi því að búrhvalir sjáist þarna á grunnsævi inni á firði. Þeir kafi dýpst allra spendýra, niður á allt að 2ja kílómetra dýpi og geti haldið niðri í sér andanum í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Búrhvalir verða allt að átján metra langir.
Dýr Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira