Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá 25. apríl 2012 13:45 KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni." Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni."
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira