Handbolti

Eyjakonur komnar í undanúrslitin - mæta Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Gróttu, 24-19, í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBv vann fyrsta leikinn en Gróttukonum tókst að jafna metin í öðrum leiknum á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum sem hefjast strax á fimmtudagskvöldið.

ÍBV-liðið vann nokkuð öruggan sigur í kvöld en liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik.

Stjörnukonur höfðu áður tryggt sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna HK í tveimur leikjum en Stjarnan mætir deildarmeisturum Vals í hinu undanúrslitaeinvíginu.



ÍBV - Grótta 24-19 (11-7)

Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Georgeta Grigore 7, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 5, Marijana Trbojevic 2, Ivana Mladenovic 1, Drífa Þorvaldsdóttir 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 8, Björg Fenger 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Tinna Laxdal Gautadóttir 2,

Rebekka Guðmundsdóttir 1, Sigrún Birna Arnardóttir 1, Elín Helga Jónsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×