Fótbolti

Getafe skoraði fimm mörk á móti Sevilla í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Getafe vann 5-1 stórsigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en litla liðið út úthverfi Madrid er þar með komið upp í hóp fimm liða með 45 stig í 7. til 11. sæti deildarinnar. Sevilla er einnig með 45 stig en missti Getafe upp fyrir sig. Miku, 26 ára framherji frá Venesúela, skoraði tvö mörk í leiknum.

Alvaro Negredo kom Sevilla í 1-0 eftir 19 mínútna leik en Miguel Torres jafnaði metin á 35. mínútu. Alsírmaðurinn Medhi Lacsen kom Getafe yfir í upphafi seinni hálfleiks og liðið gerði síðan út um leikinn með þremur mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik. Miku skoraði tvö markanna og í millitíðinni kom Pedro Rios Getafe í 4-1.

Getafe, Sevilla, Espanyol, Atletico Madrid og Athletic Bilbao eru nú öll jöfn með 45 stig en Osasuna er stigi á undan í 6. sæti deildarinnar og það eru síðan aðeins þrjú stig í lið Levante sem situr í fimmta sætinu. Öll þessi lið munu berjast um Evrópusæti á lokasprettinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×