Fótbolti

Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona

Messi fagnar fyrra marki sínu í kvöld er hann jafnaði markamet Barcelona. Hann er nú búinn að bæta það.
Messi fagnar fyrra marki sínu í kvöld er hann jafnaði markamet Barcelona. Hann er nú búinn að bæta það.
Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik.

Hann kom þá Barcelona í 2-0 en leikmenn Granada lögðu ekki árar í bát og jöfnuðu leikinn, 2-2.

Þá þurfti Barcelona enn og aftur á töfrum Messi að halda og hann svaraði kallinu. Messi skoraði mark númer 233 fyrir Barcelona með því að lyfta boltanum smekklega yfir markvörð Granada. Ekki í fyrsta skipti sem Messi vippar boltanum yfir markvörð en hann er löngu búinn að gera það að listgrein.

Klassískt mark hjá þessum mikla snillingi sem er þess utan búinn að skora 34 mörk í deildinni í vetur.

Áður en yfir lauk bætti Tello síðan við fjórða markinu og Messi fullkomnaði þrennuna nokkrum mínútum fyrir leikslok. Skömmu síðar gaf Dani Alves sína aðra vítaspyrnu og var rekinn af velli.

Barcelona er eftir sem áður fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×