Fótbolti

Cruyff: Madridingar eru tapsárir fýlupúkar

Johan Cruyff.
Johan Cruyff.
Hollenska goðsögnin Johan Cruyff gefur ekki mikið fyrir vælið í Real Madrid um að dómarar á Spáni séu á móti þeim. Svo ósáttir voru allir hjá Real með dómgæsluna að leikmenn og þjálfari voru settir í vikulangt fjölmiðlabann.

"Madridingar eru tapsárir í leit að afsökunum," sagði Cruyff í pistli sínum í blaði í Katalóníu.

"Þeir unnu leiki sem þeir áttu ekki skilið að vinna og gerðu svo jafntefli er þeir urðu að vinna. Þetta er ekkert flóknara en það. Eins og staðan er í dag þá vinnur Real Madrid eða fer í fýlu. Það er enginn millivegur."

Cruyff segir einnig í pistlinum að Real sé engu að síður búið að vinna spænsku deildina. Forskot Real sé einfaldlega of mikið fyrir Barcelona.

"Barca er samt lið á uppleið. Það er ekkert að trufla þá að meðan Mourinho og hans menn sjá drauga í hverju horni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×