Murray úr leik við fyrstu hindrun í Kaliforníu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2012 20:30 Murray átti erfitt uppdráttar gegn Garcia-Lopez í gær. Nordic Photos / Getty Images Andy Murray datt óvænt úr keppni í fyrstu viðureign sinni á ATP-mótinu í India Wells í Kaliforníu í gær. Murray, sem vermir fjórða sæti heimslistans, beið lægri hlut gegn Guillermo Garcia-Lopez frá Spáni 6-4 og 6-2. Garcia-Lopez er í 92. sæti heimslistans og úrslitin því afar óvænt. „Svörin mín við uppgjöfum hans voru fyrir neðan par og hann gerði fá mistök," sagði Murray sem tapaði einni uppgjafalotu í fyrra settinu og tveimur í því seinna. „Gæðin í tennis í dag eru svo mikil að það eru engar auðveldar viðureignir í fyrstu umferð. Ef þú spilar illa þá fer svona fyrir þér," sagði Skotinn við blaðamenn að tapinu loknu. Þetta er annað árið í röð sem Murray fellur úr keppni við fyrstu hindrun á mótinu í India Wells. Flestar skærustu stjörnurnar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með andstæðinga sína. Novak Djokovic fór létt með Andrey Golubev frá Kasakstan 6-3 og 6-2. Andy Roddick þurfti að hafa öllu meira fyrir því að slá Pólverjann Lukasz Kubot úr keppni í þremur settum 6-7, 6-3 og 6-4. Í kvennaflokki fóru Caroline Wozniacki og Maria Sharapova illa með andstæðinga sína í 6-2 og 6-0 sigrum. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Andy Murray datt óvænt úr keppni í fyrstu viðureign sinni á ATP-mótinu í India Wells í Kaliforníu í gær. Murray, sem vermir fjórða sæti heimslistans, beið lægri hlut gegn Guillermo Garcia-Lopez frá Spáni 6-4 og 6-2. Garcia-Lopez er í 92. sæti heimslistans og úrslitin því afar óvænt. „Svörin mín við uppgjöfum hans voru fyrir neðan par og hann gerði fá mistök," sagði Murray sem tapaði einni uppgjafalotu í fyrra settinu og tveimur í því seinna. „Gæðin í tennis í dag eru svo mikil að það eru engar auðveldar viðureignir í fyrstu umferð. Ef þú spilar illa þá fer svona fyrir þér," sagði Skotinn við blaðamenn að tapinu loknu. Þetta er annað árið í röð sem Murray fellur úr keppni við fyrstu hindrun á mótinu í India Wells. Flestar skærustu stjörnurnar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með andstæðinga sína. Novak Djokovic fór létt með Andrey Golubev frá Kasakstan 6-3 og 6-2. Andy Roddick þurfti að hafa öllu meira fyrir því að slá Pólverjann Lukasz Kubot úr keppni í þremur settum 6-7, 6-3 og 6-4. Í kvennaflokki fóru Caroline Wozniacki og Maria Sharapova illa með andstæðinga sína í 6-2 og 6-0 sigrum.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira