Fótbolti

Messi búinn að skora 150 deildarmörk fyrir Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi skoraði annað marka Barcelona í 2-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær en þetta var 150. deildarmark hans fyrir Barcelona og 231. mark hans fyrir félagið í öllum keppnum.

Lionel Messi hefur skoraði 31 mark í 26 deildarleikjum á þessu tímabili en hann skoraði jafnmörk mörk í 33 leikjum í fyrra. Persónulega metið hans Messi eru 34 deildarmörk sem hann skoraði í 35 leikjum tímabilið 2009-2010.

Messi hefur skorað 13 mörk í síðustu fimm leikjum sínum í spænsku deildinni og Meistaradeildinni en hann er auk markanna búinn að leggja upp 11 mörk fyrir félaga sína í þessum 26 leikjum.

Það má sjá markið hans í gær, sem var af fallegri gerðinni, með því að smella hér fyrir ofan. Messi endaði frábæra sókn á því að lyfta boltanum glæsilega í markið.

Deildarleikir og mörk Messi eftir tímabilum:

2004–05 - 7 leikir / 1 mark (17 ára)

2005–06 - 17/6 (18 ára)

2006–07 - 26/14 (19 ára)

2007–08 - 28/10 (20 ára)

2008–09 - 31/23 (21 árs)

2009–10 - 35/34 (22 ára)

2010–11 - 33/31 (23 ára)

2011–12 - 26/31 (24 ára)

Samtals: 203 leikir og 150 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×