Tónlist

Hinn dularfulli Gabríel frumsýnir glænýtt myndband

Vísir frumsýnir glænýtt myndband með dularfulla tónlistarmanninum Gabríel við lagið Stjörnuhröp. Rapparinn Opee og söngvarinn Valdimar fara á kostum í laginu sem hefur slegið í gegn síðan það var gefið út.

Mikil dulúð hefur verið í kringum dularfulla Gabríel síðan hann kom fram á sjónarsviðið. Hann vill ekki láta nafns síns getið og hefur gert ýmsar ráðstafanir til að halda því leyndu. Hingað til hefur hann aðeins komið fram á ljósmyndum, en gerir nú frávik frá þeirri reglu í myndbandinu við Stjörnuhröp.

Leikstjórn, eftirvinnsla og tæknibrellur voru í höndum Davíðs Jóhannessonar, sem hefur meðal annars leikstýrt myndbandinu við lagið Elskum þessar mellur. Rakel Mjöll Leifsdóttir sá um listræna stjórnun. Myndbandið var framleitt af Gabríel í samstarfi við Ólaf Pál Torfason, Opee. Tökur fóru fram á nokkrum ótilgreindum stöðum í Reykjavík og nágrenni.

Hægt er að lesa texta lagsins og hala því niður frítt á Facebook-síðu Gabríels.


Tengdar fréttir

Gabríel með stjörnuhröp

Lagið Stjörnuhröp er komið út. Það er hugarfóstur dularfulls tónlistarmanns sem vill ekki gefa upp sitt rétta nafn. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi um árin en fetar nú nýjar slóðir undir listamannsnafninu Gabríel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×