Handbolti

KA/Þór vann óvæntan sigur á HK og komst af botninum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lið KA/Þór
Lið KA/Þór Mynd/Heimasíða KA
KA/Þór, botnliðið í N1-deild kvenna í handbolta, vann mjög óvæntan 23-22 sigur á HK í KA-húsinu í kvöld. KA/Þór komst þar með úr botnsæti deildarinnar og sendi FH-konur þangað í staðinn.

KA/Þór hafði tapað sex leikjum í röð og hafði unnið sinn eina sigur á FH 15. október síðastliðinni. HK vann fyrri leik liðanna með ellefu marka mun.

Kolbrún Gígja Einarsdóttir skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum og var markahæst norðanstúlkna en Frida Petersen varði sextán skot í markinu.



KA/Þór-HK 23-22 (11-8)

Mörk KA/Þór: Kolbrún Gígja Einarsdóttir 7, Martha Hermannsdóttir 5, Ásdís Sigurðardóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Kolbrá Ingólfsdóttir 2.

Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 5, Heiðrún Björk Helgadóttir 4, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Arna Björk Almarsdóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdótti 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×