Sílikonbrjóstin farin að leka: "Maður er náttúrulega hræddur" 24. janúar 2012 12:16 Kolbrún Jónsdóttir fékk staðfest í gær að sílikonið væri farið að leka um allan líkamann. mynd/stöð 2 Kona með PIP-sílíkonfyllingar fékk í gær staðfest að sílíkonið væri farið að leka um líkamann. Frá því fregnir bárust af mögulegri skaðsemi fyllinganna hefur hún hvergi fengið að panta tíma í ómskoðun, en með hörku fékk hún loks að fara í skoðun. Kolbrún Jónsdóttir sagði sögu sína á Stöð 2 þann 5. janúar. Þá kom fram að hún væri með mikla verki og grunaði að púðarnir væru farnir að leka. Hún reyndi að panta tíma hjá Krabbameinsfélaginu en fékk það ekki, jafnvel þó hún vildi greiða úr eigin vasa, því samningar höfðu ekki náðst við velferðarráðuneytið. Eftir ítrekaðar tilraunir fékk hún loks tíma hjá Ottó Guðjónssyni lýtalækni í gær. „Eftir þá skoðun var tekin ákvörðun um að setja mig í sónar hjá Domus Medica í gær. Þá kom í ljós að púðinn í hægra brjósti er rofinn og frekar illa farinn," segir Kolbrún. Hún segir að í fyrstu hafi henni í raun verið létt að fá þessa staðfestingu á grun sínum. „En svo náttúrulega vakna þessar tilfinningar í gær. Púðinn er rofinn og búinn að leka í einhvern tíma, ég er búin að vera með verki aftan í baki. Hann kreisti brjóstið til að sýna mér á mynd hvað væri að gerast, og þetta var eins og æðar og það var bara sílikon sem lak. Ég varð svolítið óttaslegin. Ég veit ekki hversu stór aðgerðin verður, er þetta komið í rifbeinin eða undir holhendur?" Velferðarráðuneytið tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst við Krabbameinsfélag Íslands um ómskoðanir á konum með PIP-púða. Bréf ráðuneytisins til þessara kvenna verða send út í dag. „Maður er náttúrulega hræddur, við verðum að vera rólegur. Núna er maðurinn minn að vinna í því að koma mér undir læknishendur, því hann er virkilega hræddur," segir Kolbrún að lokum. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Kona með PIP-sílíkonfyllingar fékk í gær staðfest að sílíkonið væri farið að leka um líkamann. Frá því fregnir bárust af mögulegri skaðsemi fyllinganna hefur hún hvergi fengið að panta tíma í ómskoðun, en með hörku fékk hún loks að fara í skoðun. Kolbrún Jónsdóttir sagði sögu sína á Stöð 2 þann 5. janúar. Þá kom fram að hún væri með mikla verki og grunaði að púðarnir væru farnir að leka. Hún reyndi að panta tíma hjá Krabbameinsfélaginu en fékk það ekki, jafnvel þó hún vildi greiða úr eigin vasa, því samningar höfðu ekki náðst við velferðarráðuneytið. Eftir ítrekaðar tilraunir fékk hún loks tíma hjá Ottó Guðjónssyni lýtalækni í gær. „Eftir þá skoðun var tekin ákvörðun um að setja mig í sónar hjá Domus Medica í gær. Þá kom í ljós að púðinn í hægra brjósti er rofinn og frekar illa farinn," segir Kolbrún. Hún segir að í fyrstu hafi henni í raun verið létt að fá þessa staðfestingu á grun sínum. „En svo náttúrulega vakna þessar tilfinningar í gær. Púðinn er rofinn og búinn að leka í einhvern tíma, ég er búin að vera með verki aftan í baki. Hann kreisti brjóstið til að sýna mér á mynd hvað væri að gerast, og þetta var eins og æðar og það var bara sílikon sem lak. Ég varð svolítið óttaslegin. Ég veit ekki hversu stór aðgerðin verður, er þetta komið í rifbeinin eða undir holhendur?" Velferðarráðuneytið tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst við Krabbameinsfélag Íslands um ómskoðanir á konum með PIP-púða. Bréf ráðuneytisins til þessara kvenna verða send út í dag. „Maður er náttúrulega hræddur, við verðum að vera rólegur. Núna er maðurinn minn að vinna í því að koma mér undir læknishendur, því hann er virkilega hræddur," segir Kolbrún að lokum.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira