Halldór komst ekki í úrslit - leitar að upptöku af "Humarstökkinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 08:06 Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan. Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan.
Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00
Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00
Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01