María Guðmundsdóttir, skíðakona frá Akureyri, er búin að vera í miklum ham síðustu daga en hún hefur verið að ná verðlaunasætum á hverju fismótinu á fætur öðru í Noregi. María varði í 2. sæti í stórsvigi í dag, vann svigið í gær og varð í 3. sæti í svigi á þriðjudaginn.
María varð í 2. sæti í stórsvigi í dag eftir að hafa verið í þriðja sæti eftir fyrri ferðina. Keppt var í einni bröttustu og erfiðustu brekku þar í landi. 87 konur hófu keppni en aðeins 58 náðu að klára. Þess má geta að María var með fjórtándu bestu FIS-punktastöðuna af skráðum keppendum og nær svo að klára í 2. sæti.
María átti einnig frábæra seinni ferð í sviginu í gær og það skilaði henni fyrsta sæti. María var önnur eftir fyrri ferðina aðeins sjö sekúndubrotum á eftir þeirri fyrstu. Í seinni ferð var svo María með langbesta tímann eða 62 sekúndubrotum á undan þeirri sem var fyrst eftir fyrri ferð og sigraði því samanlagt með 55 sekúndubrotum.
María varð í 3. sæti í svigi á þriðjudaginn. Hún var fyrst eftir fyrri ferðina en náði ekki eins góðri seinni ferð og datt niður um tvö sæti.
Unglingalandsliðskonan Helga María Vilhjálmsdóttir náði 12. sæti í stórsviginu í dag sem er mjög góður árangur hjá þessari ungu skíðakonu. Helga María er að undirbúa sig af kappi fyrir ÓL ungmenna í Innsbruck í lok mánaðarins.
María að gera það gott - Silfur í dag, gull í gær og brons í fyrradag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn
