Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2012 18:30 Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. Kolbrún segist ekki hafa velt verkjunum mikið fyrir sér þar til hún fór að fylgjast með fréttaflutningi af frönsku sílíkonpúðunum og mögulegri hættu af þeim. Hún hafði þá samband við lækninn sinn sem staðfesti að hún væri með einmitt þá púða og á hún tíma hjá honum í næstu viku. „Og væntanlega fer ég þá í sónar og þetta verður skoðað, hvort ég sé með leka aftur. Mig grunar það. bara út af fyrri sögu," segir Kolbrún. Kolbrún fór í sína fyrstu sílíkonaðgerð árið 1988, þá nítján ára gömul. Hún fann alltaf af og til fyrir verkjum en þeir ágerðust mjög sex árum síðar. „Svona nánast á einni nóttu, einum sólarhring, þá sá ég hvernig brjóstið á mér varð eins og uppskrælnuð mandarína," segir Kolbrún. Þá kom í ljós að sílikonið var farið að leka og Kolbrún fór í aðgerð þar sem skipt var um púða. „Síðan gerist það nokkru seinna að ég finn fyrsta æxlið í mér," segir Kolbrún. Æxlið reyndist góðkynja, hún fékk fleiri æxli og þau voru öll fjarlægð. Fjarlægja þurfti nokkuð af bandvef, það fór að sjá á brjóstunum og árið 2007 fékk Kolbrún nýja púða, frá PIP. Hún treystir íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fullkomnlega og hefur ekki áhyggjur. „Nei, ég er ekkert hrædd, ekki neitt," segir Kolbrún. Allt í allt hefur hún þurft að borga eina og hálfa milljón fyrir þessar aðgerðir. Henni finnst eðlilegt að hún sjálf beri kostnað af því að fá sér púða en gagnrýnir að hún hafi þurft að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð eftir að þeir fóru að leka. Heilt yfir segir Kolbrún hafa breytt lífi sínu að fá sílíkon í brjóstin. „Mér fannst ég bara líta rosalega vel út," segir hún. Nánar verður rætt við Kolbrúnu í Íslandi í dag, strax á eftir fréttum, þar sem ítarlega verður fjallað um sílíkonaðgerðir.Þá umfjöllun má nálgast með því að smella hér.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda