Íhuga að tryggja konum skoðanir og greiða fyrir aðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2012 18:40 Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. mynd/ pjetur. Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira