Skuldsett vegna ónýtra sílíkonpúða 8. janúar 2012 20:30 Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum." PIP-brjóstapúðar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum."
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira