Coca Cola á Spáni eignast Vífilfell Þorbjörn Þórðarson. skrifar 15. janúar 2011 18:45 Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu. Vífilfell hf. og tvö félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, Sólstafir og Stuðlaháls ehf. skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 eru skuldirnar gefnar upp í evrum og sagðar 72,9 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Hins vegar var skuldunum breytt í íslenskar krónur í febrúar 2008, samkvæmt heimildum fréttastofu, og stendur upphæðin núna í um tíu milljörðum króna.Hluti af allsherjaruppgjöri Þorsteins Að undanförnu hefur fyrirtækið verið í söluferli en Þorsteinn M. Jónsson hefur leitað að heppilegum kaupanda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölu á fyrirtækinu og hverfur Þorsteinn úr hluthafahópi þess, en salan á Vífilfelli er hluti af allsherjaruppgjöri á skuldum Þorsteins og félögum í hans í eigu. Upphaflega var stefnt að því að tilkynna starfsmönnum Vífilfells um söluna á mánudag, en síðan var tekin ákvörðun um að fresta því og verður það gert um miðja næstu viku. Kaupandinn er Coca Cola á Spáni, þ.e það félag sem hefur átöppunarleyfi fyrir vörur Coca Cola þar í landi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 býst Arion banki við því að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans, en leiða má að því líkum að bankinn fái þá a.m.k tíu milljarða króna út úr viðskiptunum. Kaupverðið á Vífilfelli hefur hins vegar ekki fengist staðfest.Hlutur í Refresco undanskilinn kaupunum Vífilfell á 5 prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco sem metinn er á 21 milljón evra, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er eignarhluturinn í Refresco undanskilinn sölunni á Vífilfelli. Arion banki er hins vegar með veð í hlutnum, eins og í öðrum eignum Vífilfells. Rekstur Vífilfells er góður og var EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, rúmlega einn milljarður króna, á síðsta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Arion banki segir í svari við fyrirspurn að unnið hafi verið að lausn á málum sem varði Þorstein og félög hans um nokkuð skeið vegna skulda þeirra við bankann og að niðurstöður eigi að liggja fyrir á næstu dögum, en fulltrúar bankans vildu ekki tjá sig efnislega að öðru leyti. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar og varð ekki við ósk um viðtal. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira
Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu. Vífilfell hf. og tvö félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, Sólstafir og Stuðlaháls ehf. skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 eru skuldirnar gefnar upp í evrum og sagðar 72,9 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Hins vegar var skuldunum breytt í íslenskar krónur í febrúar 2008, samkvæmt heimildum fréttastofu, og stendur upphæðin núna í um tíu milljörðum króna.Hluti af allsherjaruppgjöri Þorsteins Að undanförnu hefur fyrirtækið verið í söluferli en Þorsteinn M. Jónsson hefur leitað að heppilegum kaupanda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölu á fyrirtækinu og hverfur Þorsteinn úr hluthafahópi þess, en salan á Vífilfelli er hluti af allsherjaruppgjöri á skuldum Þorsteins og félögum í hans í eigu. Upphaflega var stefnt að því að tilkynna starfsmönnum Vífilfells um söluna á mánudag, en síðan var tekin ákvörðun um að fresta því og verður það gert um miðja næstu viku. Kaupandinn er Coca Cola á Spáni, þ.e það félag sem hefur átöppunarleyfi fyrir vörur Coca Cola þar í landi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 býst Arion banki við því að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans, en leiða má að því líkum að bankinn fái þá a.m.k tíu milljarða króna út úr viðskiptunum. Kaupverðið á Vífilfelli hefur hins vegar ekki fengist staðfest.Hlutur í Refresco undanskilinn kaupunum Vífilfell á 5 prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco sem metinn er á 21 milljón evra, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er eignarhluturinn í Refresco undanskilinn sölunni á Vífilfelli. Arion banki er hins vegar með veð í hlutnum, eins og í öðrum eignum Vífilfells. Rekstur Vífilfells er góður og var EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, rúmlega einn milljarður króna, á síðsta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Arion banki segir í svari við fyrirspurn að unnið hafi verið að lausn á málum sem varði Þorstein og félög hans um nokkuð skeið vegna skulda þeirra við bankann og að niðurstöður eigi að liggja fyrir á næstu dögum, en fulltrúar bankans vildu ekki tjá sig efnislega að öðru leyti. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar og varð ekki við ósk um viðtal. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira