Íslendingar koma fram sem fullvalda þjóð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2011 13:53 Bjarni Benediktsson. Mynd/ Pjetur. „Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag. Bjarni sagði að ef einhverjir héldu að þessir samningar þýddu að skattgreiðendur ætluðu að taka að sér skuldir einkafyrirtækja í stórum stíl hefðu þeir hinir sömu ekki séð stóra samhengi hlutanna. „Ísland er einmitt fyrirmynd þjóða í því að hafa ekki tekið skuldir bankakerfisins og gert að opinberum skuldum," sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti hins vegar á að Bretar, Hollendingar hefðu í stórum stíl látið ríkissjóð sinna landa taka yfir skuldir einkafyrirtækja. Icesave málið væri hins vegar allt annars eðlis. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, mótmælti hins vegar samningunum og sagðist ekki geta stutt þá. Íslendingar bæru alla ábyrgð á samningunum eins og þeir litu út, en Bretar og Hollendingar enga. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði áherslu á það að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og Hreyfingin myndi styðja breytingartillögur sem lúta að því. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi engu skila. Hann sagði að einörð barátta Indefence og málefnaleg umræða í þinginu hefðu leitt til gjörbreyttrar stöðu og samninga sem væru miklu betri en fyrri samningar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að þessi stund væri engin gleðistund. Aldrei hægt að fagna þessari niðurstöðu, en þetta væri engu að síður niðurstaða sem hefði fengist í málið. Hann segði já við henni. Icesave Tengdar fréttir Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
„Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag. Bjarni sagði að ef einhverjir héldu að þessir samningar þýddu að skattgreiðendur ætluðu að taka að sér skuldir einkafyrirtækja í stórum stíl hefðu þeir hinir sömu ekki séð stóra samhengi hlutanna. „Ísland er einmitt fyrirmynd þjóða í því að hafa ekki tekið skuldir bankakerfisins og gert að opinberum skuldum," sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti hins vegar á að Bretar, Hollendingar hefðu í stórum stíl látið ríkissjóð sinna landa taka yfir skuldir einkafyrirtækja. Icesave málið væri hins vegar allt annars eðlis. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, mótmælti hins vegar samningunum og sagðist ekki geta stutt þá. Íslendingar bæru alla ábyrgð á samningunum eins og þeir litu út, en Bretar og Hollendingar enga. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði áherslu á það að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og Hreyfingin myndi styðja breytingartillögur sem lúta að því. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi engu skila. Hann sagði að einörð barátta Indefence og málefnaleg umræða í þinginu hefðu leitt til gjörbreyttrar stöðu og samninga sem væru miklu betri en fyrri samningar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að þessi stund væri engin gleðistund. Aldrei hægt að fagna þessari niðurstöðu, en þetta væri engu að síður niðurstaða sem hefði fengist í málið. Hann segði já við henni.
Icesave Tengdar fréttir Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10