Meirihlutinn styður Icesave-samkomulag brjann@frettabladid.is skrifar 25. janúar 2011 07:00 Meirihluti landsmanna vill samþykkja Icesave. Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. Alls vilja 56,4 prósent að samkomulagið verði samþykkt, en 43,6 prósent vilja að því verði hafnað samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vill innan við helmingur samþykkja Icesave-samkomulagið. Af þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust um 47 prósent vilja samþykkja samninginn en tæplega 53 prósent vildu hafna honum. Stuðningurinn við nýja Icesave-samkomulagið er mestur innan Samfylkingarinnar, mun meiri en meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls vill tæplega 71 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar samþykkja samkomulagið en 29 prósent hafna því. Minni stuðningur er við Icesave-samkomulagið hjá Vinstri grænum, 56 prósent vilja samþykkja það en 44 prósent vilja hafna því. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins styður nýja samkomulagið samkvæmt könnuninni. Um 60 prósent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn sögðust vilja samþykkja samkomulagið, en um 40 prósent vildu hafna því. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar til Icesave-samkomulagsins. Um 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu skila auðu, sleppa því að kjósa, eða vildu ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Af þeim stóra hópi vildu ríflega 57 prósent samþykkja samkomulagið en tæplega 43 prósent vildu hafna því. Fólk undir miðjum aldri vill frekar samþykkja Icesave-samkomulagið en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára samþykkja samkomulagið, en um 53 prósent af þeim sem eru 50 ára eða eldri. Karlar eru heldur líklegri en konur til að styðja samkomulagið sem nú hefur náðst. Um 58 prósent karla vilja samþykkja samkomulagið en 55 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að Icesave-samkomulagið sem nú hefur náðst við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt? Alls tóku 73,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Icesave Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. Alls vilja 56,4 prósent að samkomulagið verði samþykkt, en 43,6 prósent vilja að því verði hafnað samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vill innan við helmingur samþykkja Icesave-samkomulagið. Af þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust um 47 prósent vilja samþykkja samninginn en tæplega 53 prósent vildu hafna honum. Stuðningurinn við nýja Icesave-samkomulagið er mestur innan Samfylkingarinnar, mun meiri en meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls vill tæplega 71 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar samþykkja samkomulagið en 29 prósent hafna því. Minni stuðningur er við Icesave-samkomulagið hjá Vinstri grænum, 56 prósent vilja samþykkja það en 44 prósent vilja hafna því. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins styður nýja samkomulagið samkvæmt könnuninni. Um 60 prósent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn sögðust vilja samþykkja samkomulagið, en um 40 prósent vildu hafna því. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar til Icesave-samkomulagsins. Um 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu skila auðu, sleppa því að kjósa, eða vildu ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Af þeim stóra hópi vildu ríflega 57 prósent samþykkja samkomulagið en tæplega 43 prósent vildu hafna því. Fólk undir miðjum aldri vill frekar samþykkja Icesave-samkomulagið en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára samþykkja samkomulagið, en um 53 prósent af þeim sem eru 50 ára eða eldri. Karlar eru heldur líklegri en konur til að styðja samkomulagið sem nú hefur náðst. Um 58 prósent karla vilja samþykkja samkomulagið en 55 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að Icesave-samkomulagið sem nú hefur náðst við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt? Alls tóku 73,4 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Icesave Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira