Ekki heima hjá okkur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. febrúar 2011 09:33 Myndin af afleiðingum mengunarhneykslisins á Ísafirði verður dapurlegri eftir því sem meiri upplýsingar koma fram. Nú liggur fyrir að eiturefnið díoxín er yfir mörkum í sýnum sem tekin hafa verið úr fóðri, mjólk og kjöti í nágrenni sorpbrennslunnar Funa. Bóndinn í Efri-Engidal og frístundabændur í nágrenninu munu þurfa að lóga allt að 400 skepnum vegna mengunarinnar. Fyrir liggur að eitthvað af kjöti frá bænum hefur farið á markað. Ábúendur í Efri-Engidal segjast ekki sjá annan kost en að bregða búi. Áhrif á heilsu fólks í nágrenni sorpstöðvarinnar liggja ekki fyrir, enda hafa enn sem komið er ekki verið tekin sýni úr fólki. Svo miklar og vondar upplýsingar liggja hins vegar nú þegar fyrir vestra að það verður að teljast með ólíkindum að yfirvöld í Skaftárhreppi haldi áfram að brenna sorp í úreltri brennslustöð, sem er sambyggð grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað ýtarlega um fékk Ísland á sínum tíma undanþágu frá Evrópureglum um mengun frá sorpbrennslum. Upplýst hefur verið að undanþágan fékkst fyrst og fremst vegna þrýstings frá sveitarfélögum, sem óx í augum kostnaðurinn við að koma sorpbrennslum sínum í það horf að mengun frá þeim yrði innan leyfilegra marka. Þarna virðast menn hafa horft afar þröngt á málið; fyrst og fremst litið á reglurnar sem óþægilegan kostnaðarauka í stað þess að velta fyrir sér til hvers þær væru settar, þ.e. að vernda heilsu og umhverfi íbúanna. Þá virðist það heldur ekki hafa skipt miklu að evrópsku reglurnar voru meðal annars til komnar vegna baráttu Íslendinga fyrir því að mengun hafsins vegna þrávirkra efna frá landstöðvum yrði takmörkuð, en slíkt er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir íslenzkan sjávarútveg. Hagur umhverfisins, íbúanna og efnahagslífsins virðist þannig hafa vikið fyrir þröngri sýn á hag nokkurra sveitarfélaga með úreltar sorpbrennslur. Kannski var það vegna þessarar þröngsýni sem enginn taldi í sínum verkahring að upplýsa almenning um hugsanlega hættu vegna sorpbrennslustöðvanna. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa beðizt afsökunar á sínum þætti í málinu og þar með viðurkennt ábyrgð sína. Hlutur eftirlitsstofnana skýrist vonandi þegar fyrir liggur niðurstaða stjórnsýsluúttektar, sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur beðið Ríkisendurskoðun að gera. Í úttekt sem Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður gerði á löggjöf um mengun vegna Funamálsins er lagt til að herða á frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í málum af þessu tagi og tryggja betur rétt almennings til verndar heilsu og lífsgæða. Lykilatriði í úttekt Ólínu er að ekki sé heldur hægt að horfa framhjá "skorti á fagmennsku, lélegu gagnalæsi og jafnvel vanrækslu". Það virðist nefnilega fremur hafa verið hugarfarið en löggjöfin sem var ábótavant í Funamálinu. Viðhorfið að mengun hljóti að vera vandamál annars staðar en heima hjá manni sjálfum virðist hafa verið ein undirrót Funahneykslisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Myndin af afleiðingum mengunarhneykslisins á Ísafirði verður dapurlegri eftir því sem meiri upplýsingar koma fram. Nú liggur fyrir að eiturefnið díoxín er yfir mörkum í sýnum sem tekin hafa verið úr fóðri, mjólk og kjöti í nágrenni sorpbrennslunnar Funa. Bóndinn í Efri-Engidal og frístundabændur í nágrenninu munu þurfa að lóga allt að 400 skepnum vegna mengunarinnar. Fyrir liggur að eitthvað af kjöti frá bænum hefur farið á markað. Ábúendur í Efri-Engidal segjast ekki sjá annan kost en að bregða búi. Áhrif á heilsu fólks í nágrenni sorpstöðvarinnar liggja ekki fyrir, enda hafa enn sem komið er ekki verið tekin sýni úr fólki. Svo miklar og vondar upplýsingar liggja hins vegar nú þegar fyrir vestra að það verður að teljast með ólíkindum að yfirvöld í Skaftárhreppi haldi áfram að brenna sorp í úreltri brennslustöð, sem er sambyggð grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað ýtarlega um fékk Ísland á sínum tíma undanþágu frá Evrópureglum um mengun frá sorpbrennslum. Upplýst hefur verið að undanþágan fékkst fyrst og fremst vegna þrýstings frá sveitarfélögum, sem óx í augum kostnaðurinn við að koma sorpbrennslum sínum í það horf að mengun frá þeim yrði innan leyfilegra marka. Þarna virðast menn hafa horft afar þröngt á málið; fyrst og fremst litið á reglurnar sem óþægilegan kostnaðarauka í stað þess að velta fyrir sér til hvers þær væru settar, þ.e. að vernda heilsu og umhverfi íbúanna. Þá virðist það heldur ekki hafa skipt miklu að evrópsku reglurnar voru meðal annars til komnar vegna baráttu Íslendinga fyrir því að mengun hafsins vegna þrávirkra efna frá landstöðvum yrði takmörkuð, en slíkt er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir íslenzkan sjávarútveg. Hagur umhverfisins, íbúanna og efnahagslífsins virðist þannig hafa vikið fyrir þröngri sýn á hag nokkurra sveitarfélaga með úreltar sorpbrennslur. Kannski var það vegna þessarar þröngsýni sem enginn taldi í sínum verkahring að upplýsa almenning um hugsanlega hættu vegna sorpbrennslustöðvanna. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa beðizt afsökunar á sínum þætti í málinu og þar með viðurkennt ábyrgð sína. Hlutur eftirlitsstofnana skýrist vonandi þegar fyrir liggur niðurstaða stjórnsýsluúttektar, sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur beðið Ríkisendurskoðun að gera. Í úttekt sem Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður gerði á löggjöf um mengun vegna Funamálsins er lagt til að herða á frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í málum af þessu tagi og tryggja betur rétt almennings til verndar heilsu og lífsgæða. Lykilatriði í úttekt Ólínu er að ekki sé heldur hægt að horfa framhjá "skorti á fagmennsku, lélegu gagnalæsi og jafnvel vanrækslu". Það virðist nefnilega fremur hafa verið hugarfarið en löggjöfin sem var ábótavant í Funamálinu. Viðhorfið að mengun hljóti að vera vandamál annars staðar en heima hjá manni sjálfum virðist hafa verið ein undirrót Funahneykslisins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun