Fá bændur samkeppni? Ólafur Stephensen skrifar 7. febrúar 2011 00:01 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), vakti í síðustu viku hér í Fréttablaðinu máls á fyrirvörum samtakanna við stefnu stjórnvalda í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, þar sem markmiðið er sagt vera að raska stuðningi við landbúnaðinn sem allra minnst. Erna benti þannig á að yrði ekki dregið úr hinum gífurlega háu tollum, sem lagðir eru á erlendar búvörur, myndi matarverð ekkert lækka. Engir tollar eru á viðskiptum með vörur á milli ríkja ESB. Í kjölfar aðildar Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu fyrir hálfum öðrum áratug lækkaði matarverð umtalsvert. Lækkun matarverðs er hagur greinar á borð við ferðaþjónustuna, sem vill geta boðið ferðamönnum upp á ódýrari mat og er að sjálfsögðu einnig hagur hins almenna neytanda. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að tollverndin væri þvert á móti hagsmunamál fyrir neytendur. Án hennar hefðu bændur og aðrir aðilar á markaði hækkað verð til neytenda um sextíu prósent, í takt við hækkanir á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008. Við þessa röksemdafærslu er eitt og annað að athuga. Haraldur gefur sér væntanlega að ef ofurtollanna hefði ekki notið við, hefðu erlendar búvörur náð hér umtalsverðri markaðshlutdeild og veitt innlendri búvöru raunverulega samkeppni. Um leið og þær hefðu hækkað í verði, hefði svigrúm innlendra framleiðenda til að hækka verðið hjá sér aukizt. Þetta getur verið rétt, ef menn horfa á mjög þröngan tímaramma, en um leið er þá horft framhjá þeim hag, sem neytendur hefðu haft til lengri tíma af ódýrum innflutningi og þeirri samkeppni, sem hann hefði veitt innlendri búvöru. Og eins mætti segja að niðurfelling tolla nú gæti tekið til baka umtalsverðan hluta þeirrar kjaraskerðingar, sem neytendur urðu fyrir við fall krónunnar. Staðreyndin er sú, að landbúnaðurinn er ofverndaðasta atvinnugrein landsins. Lítil sem engin samkeppni er á innanlandsmarkaði, þar sem verðlagi er að hluta til stýrt af hinu opinbera, framleiðendur skipta með sér markaðnum í huggulegheitum og margar kynslóðir landbúnaðarráðherra hafa hunzað tilmæli samkeppnisyfirvalda um að samkeppnislög gildi um landbúnaðinn. Með tollverndinni er síðan séð til þess að atvinnugreinin hefur enga erlenda samkeppni heldur. Þær fáu búvörur, sem fluttar eru inn til landsins, eru með tollum og fleiri viðskiptahindrunum gerðar svo dýrar að þær eru fremur lúxusvara fyrir hina efnameiri en vara, sem getur raunverulega keppt við innlendu framleiðsluna. Ábendingar Ernu Hauksdóttur draga vel fram það sem flestir ættu að geta talið sjálfsagt, að í aðildarviðræðunum við ESB geta stjórnvöld ekki leyft sér að gæta þröngra hagsmuna landbúnaðarins. Þau verða jafnframt að horfa á hag annarra greina, til dæmis ferðaþjónustunnar, og auðvitað neytenda í landinu. Finnst ríkisstjórninni það annars ekki sjálfsagt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), vakti í síðustu viku hér í Fréttablaðinu máls á fyrirvörum samtakanna við stefnu stjórnvalda í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, þar sem markmiðið er sagt vera að raska stuðningi við landbúnaðinn sem allra minnst. Erna benti þannig á að yrði ekki dregið úr hinum gífurlega háu tollum, sem lagðir eru á erlendar búvörur, myndi matarverð ekkert lækka. Engir tollar eru á viðskiptum með vörur á milli ríkja ESB. Í kjölfar aðildar Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu fyrir hálfum öðrum áratug lækkaði matarverð umtalsvert. Lækkun matarverðs er hagur greinar á borð við ferðaþjónustuna, sem vill geta boðið ferðamönnum upp á ódýrari mat og er að sjálfsögðu einnig hagur hins almenna neytanda. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að tollverndin væri þvert á móti hagsmunamál fyrir neytendur. Án hennar hefðu bændur og aðrir aðilar á markaði hækkað verð til neytenda um sextíu prósent, í takt við hækkanir á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008. Við þessa röksemdafærslu er eitt og annað að athuga. Haraldur gefur sér væntanlega að ef ofurtollanna hefði ekki notið við, hefðu erlendar búvörur náð hér umtalsverðri markaðshlutdeild og veitt innlendri búvöru raunverulega samkeppni. Um leið og þær hefðu hækkað í verði, hefði svigrúm innlendra framleiðenda til að hækka verðið hjá sér aukizt. Þetta getur verið rétt, ef menn horfa á mjög þröngan tímaramma, en um leið er þá horft framhjá þeim hag, sem neytendur hefðu haft til lengri tíma af ódýrum innflutningi og þeirri samkeppni, sem hann hefði veitt innlendri búvöru. Og eins mætti segja að niðurfelling tolla nú gæti tekið til baka umtalsverðan hluta þeirrar kjaraskerðingar, sem neytendur urðu fyrir við fall krónunnar. Staðreyndin er sú, að landbúnaðurinn er ofverndaðasta atvinnugrein landsins. Lítil sem engin samkeppni er á innanlandsmarkaði, þar sem verðlagi er að hluta til stýrt af hinu opinbera, framleiðendur skipta með sér markaðnum í huggulegheitum og margar kynslóðir landbúnaðarráðherra hafa hunzað tilmæli samkeppnisyfirvalda um að samkeppnislög gildi um landbúnaðinn. Með tollverndinni er síðan séð til þess að atvinnugreinin hefur enga erlenda samkeppni heldur. Þær fáu búvörur, sem fluttar eru inn til landsins, eru með tollum og fleiri viðskiptahindrunum gerðar svo dýrar að þær eru fremur lúxusvara fyrir hina efnameiri en vara, sem getur raunverulega keppt við innlendu framleiðsluna. Ábendingar Ernu Hauksdóttur draga vel fram það sem flestir ættu að geta talið sjálfsagt, að í aðildarviðræðunum við ESB geta stjórnvöld ekki leyft sér að gæta þröngra hagsmuna landbúnaðarins. Þau verða jafnframt að horfa á hag annarra greina, til dæmis ferðaþjónustunnar, og auðvitað neytenda í landinu. Finnst ríkisstjórninni það annars ekki sjálfsagt?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun