Icesave afgreitt með öruggum meirihluta 17. febrúar 2011 06:00 Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana var felld á þingi með 33 atkvæðum gegn 30. Þriðja útgáfa af samningi í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga bíður staðfestingar forseta Íslands.Fréttablaðið/gva Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“.peturg@frettabladid.is Icesave Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“.peturg@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira