Icesave afgreitt með öruggum meirihluta 17. febrúar 2011 06:00 Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana var felld á þingi með 33 atkvæðum gegn 30. Þriðja útgáfa af samningi í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga bíður staðfestingar forseta Íslands.Fréttablaðið/gva Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“.peturg@frettabladid.is Icesave Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“.peturg@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira