Gæti reynst Pútín erfiður mótherji 27. desember 2011 23:00 Alexei Navalní Hefur með eldmóði sínum og bloggskrifum náð að höfða til ungu kynslóðarinnar.Fréttablaðið/AP Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira