Tónlist

Beach Boys snúa aftur

The Beach Boys árið 1967. Frá vinstri: Brian Wilson, Mike Love, Carl Wilson, Dennis Wilson og Al Jardine.
nordicphotos/getty
The Beach Boys árið 1967. Frá vinstri: Brian Wilson, Mike Love, Carl Wilson, Dennis Wilson og Al Jardine. nordicphotos/getty
Bandaríska hljómsveitin The Beach Boys ætlar að koma saman á næsta ári í tilefni fimmtíu ára afmælis síns. Tónleikaferð um heiminn er fyrirhuguð auk þess sem ný plata verður tekin upp.

Allir upphaflegir meðlimir sveitarinnar sem eru enn á lífi, Brian Wilson, Mike Love og Al Jardine, taka þátt í endurkomunni ásamt Bruce Johnston og David Marks sem hafa spilað með hljómsveitinni undanfarna áratugi. „Þetta afmælisár verður sérstakt vegna þess að ég sakna strákanna. Það verður gaman fyrir mig að gera með þeim plötu og stíga með þeim á svið á nýjan leik,“ sagði Wilson. Deilur stóðu yfir á milli Love og Jardine varðandi notkunina á nafni hljómsveitarinnar en þeir sömdu um málið utan dómstóla árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×