Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi 16. desember 2011 04:30 Viðurkenning afhent Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, ræðir við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland-Palestína, og Salman Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi.fréttablaðið/GVA „Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
„Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent