Búa átta fanga undir að bera ökklaband 15. desember 2011 06:00 ÖKKLABANDIÐ Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, sýnir ökklaband. Bandið sem notað verður hjá Fangelsismálastofnun verður örlítið minna í sniðum en það sem sýnt er á myndinni.fréttablaðið/GVA Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira