Búa átta fanga undir að bera ökklaband 15. desember 2011 06:00 ÖKKLABANDIÐ Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, sýnir ökklaband. Bandið sem notað verður hjá Fangelsismálastofnun verður örlítið minna í sniðum en það sem sýnt er á myndinni.fréttablaðið/GVA Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira