Á slóð guðseindarinnar 14. desember 2011 00:30 róteindaárekstur Þessi mynd frá CERN sýnir ummerki um hegðun og hreyfingu öreinda í kjölfar árekstrar tveggja róteinda. Vísindamenn CERN leita nú að ummerkjum um Higgs-bóseindina.Fréttablaðið/AP Vísindamenn við sterkeindahraðal evrópsku kjarnorkurannsóknastöðvarinnar (CERN) á landamærum Sviss og Frakklands hafa fundið forvitnilegar vísbendingar um tilvist Higgs-bóseindarinnar. Um er að ræða helsta markmið dýrustu vísindatilraunar allra tíma en vísindamennirnir vonast til þess að geta svarað spurningunni um tilvist hennar að fullu á næsta ári. Sterkeindahraðallinn hefur verið keyrður með sífellt meiri orku síðustu mánuði og hefur nú tekist að þrengja verulega það orkubil sem eindin kann að leynast á. Þá hafa fundist vísbendingar um hana á ákveðnum gildum bilsins þótt þær nægi ekki til að kveða upp stóradóm. Í sterkeindahraðlinum er framkallaður árekstur róteinda við gríðarlega mikla orku. Vandinn við leitina að Higgs-bóseindinni er að samkvæmt fræðunum verður hún ekki til nema í litlum hluta árekstra. Því meiri orka sem er notuð, því líklegra er hins vegar að hún myndist. Higgs-bóseindin er öreind en eðlisfræðingar spáðu fyrir um tilvist hennar fyrir nærri 50 árum. Síðan hefur staðið yfir leit að vísbendingum um tilvist hennar en án árangurs. Einn helsti hvatinn að byggingu sterkeindahraðals CERN var að þar var um að ræða tæki sem var talið geta svarað spurningunni um tilvist eindarinnar fyrir fullt og allt. Higgs-bóseindin sjálf er raunar ekki sérlega áhugaverð. Hún er einungis áhugaverð að því leyti að tilvist hennar myndi sanna tilvist hins ósýnilega Higgs orkusviðs sem er talið fylla alheiminn. Ekki er hins vegar hægt að nema orkusviðið sjálft þannig að vísindamenn leita heldur að einkenniseind sviðsins sem er Higgs-bóseindin. Samkvæmt staðallíkani öreindafræðinnar ferðuðust massalausar öreindir um alheiminn á ljóshraða fyrstu örsekúndu tilveru hans. Þá kviknaði á Higgs-orkusviðinu sem gerði það að verkum að það hægðist á sumum, en ekki öllum, eindanna sem fengu í leiðinni massa. Þetta gerði þeim eindum svo aftur mögulegt að tengjast og mynda þær frum- og sameindir sem allt efni alheimsins er búið til úr. Án orkusviðsins er eðlisfræðingum vandi á höndum því það hefði í för með sér að þeir hefðu ekki skýringu á því af hverju öreindir ferðast ekki allar massalausar á ljóshraða um alheiminn. Þar með væri komin stór gloppa í staðallíkan eðlisfræðinnar og ljóst að menn þyrftu að leita annað að svörum við mörgum áhugaverðustu spurningum vísindanna. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Vísindamenn við sterkeindahraðal evrópsku kjarnorkurannsóknastöðvarinnar (CERN) á landamærum Sviss og Frakklands hafa fundið forvitnilegar vísbendingar um tilvist Higgs-bóseindarinnar. Um er að ræða helsta markmið dýrustu vísindatilraunar allra tíma en vísindamennirnir vonast til þess að geta svarað spurningunni um tilvist hennar að fullu á næsta ári. Sterkeindahraðallinn hefur verið keyrður með sífellt meiri orku síðustu mánuði og hefur nú tekist að þrengja verulega það orkubil sem eindin kann að leynast á. Þá hafa fundist vísbendingar um hana á ákveðnum gildum bilsins þótt þær nægi ekki til að kveða upp stóradóm. Í sterkeindahraðlinum er framkallaður árekstur róteinda við gríðarlega mikla orku. Vandinn við leitina að Higgs-bóseindinni er að samkvæmt fræðunum verður hún ekki til nema í litlum hluta árekstra. Því meiri orka sem er notuð, því líklegra er hins vegar að hún myndist. Higgs-bóseindin er öreind en eðlisfræðingar spáðu fyrir um tilvist hennar fyrir nærri 50 árum. Síðan hefur staðið yfir leit að vísbendingum um tilvist hennar en án árangurs. Einn helsti hvatinn að byggingu sterkeindahraðals CERN var að þar var um að ræða tæki sem var talið geta svarað spurningunni um tilvist eindarinnar fyrir fullt og allt. Higgs-bóseindin sjálf er raunar ekki sérlega áhugaverð. Hún er einungis áhugaverð að því leyti að tilvist hennar myndi sanna tilvist hins ósýnilega Higgs orkusviðs sem er talið fylla alheiminn. Ekki er hins vegar hægt að nema orkusviðið sjálft þannig að vísindamenn leita heldur að einkenniseind sviðsins sem er Higgs-bóseindin. Samkvæmt staðallíkani öreindafræðinnar ferðuðust massalausar öreindir um alheiminn á ljóshraða fyrstu örsekúndu tilveru hans. Þá kviknaði á Higgs-orkusviðinu sem gerði það að verkum að það hægðist á sumum, en ekki öllum, eindanna sem fengu í leiðinni massa. Þetta gerði þeim eindum svo aftur mögulegt að tengjast og mynda þær frum- og sameindir sem allt efni alheimsins er búið til úr. Án orkusviðsins er eðlisfræðingum vandi á höndum því það hefði í för með sér að þeir hefðu ekki skýringu á því af hverju öreindir ferðast ekki allar massalausar á ljóshraða um alheiminn. Þar með væri komin stór gloppa í staðallíkan eðlisfræðinnar og ljóst að menn þyrftu að leita annað að svörum við mörgum áhugaverðustu spurningum vísindanna. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira