Samkomulag um harðari aga Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. desember 2011 06:00 Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins fyrir helgina varð að mörgu leyti önnur en sú sem menn höfðu spáð eða vonazt til. Þannig þýðir niðurstaðan að skref eru tekin í átt til meiri samræmingar ríkisfjármála í aðildarríkjunum. Það er jákvætt og getur komið í veg fyrir að skuldakreppa á borð við þá sem nú þjakar evrusvæðið endurtaki sig. Það leysir hins vegar ekki núverandi vanda. Þar er enn ýmislegt ógert; hvorki Evrópski seðlabankinn né Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa enn þau tæki í höndum sem þarf til að taka í taumana og róa markaðina. Útkoma fundarins er því ekki nein lokalausn á skuldavandanum. Því hafði líka verið spáð fyrir fundinn að hann gæti leitt til þess að Evrópusambandið klofnaði í tvær fylkingar, evruríkin og ríkin sem ekki notuðu gjaldmiðilinn. Það gekk ekki eftir; 23 ríki urðu sammála um að setja sér harðari reglur um aga í ríkisfjármálum og fá stofnunum Evrópusambandsins vald til að halda þeim aga með refsiaðgerðum gegn ríkjum sem reka ríkissjóð með halla og safna skuldum. Þrjú til viðbótar hyggjast vera með, að fengnu samþykki þjóðþingsins. Bretland stendur þannig eitt utan þessa samkomulags, sem þýðir að það verður ekki fellt inn í stofnsáttmála Evrópusambandsins heldur hefur stöðu milliríkjasamnings. Það jafngildir hins vegar ekki klofningi Evrópusambandsins, heldur að Bretar standa þar einangraðir. Það er hvorki í fyrsta né annað sinn. Engu að síður hafa Bretar ekki snúið baki við Evrópusambandinu og oftast tekið þátt í framþróun þess, þótt með semingi sé. Brezka ríkisstjórnin er raunar klofin í afstöðunni til málsins og það er atvinnulífið í landinu einnig, þar með talinn fjármálageirinn. Talsmenn margra fjármálafyrirtækja eru efins um að Cameron forsætisráðherra hafi með því að beita neitunarvaldi tekizt að verja hagsmuni fjármálageirans, eins og hann sagðist vilja gera. Íslenzk stjórnvöld þurfa að skoða rækilega hvort og þá hvaða áhrif niðurstöður leiðtogafundarins hafa á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Í fljótu bragði virðast þau ekki verða mikil. Ein meginröksemdin fyrir því að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu er að þá á Ísland kost á að taka upp evru í stað krónunnar. Það er mikið hagsmunamál heimila og fyrirtækja í landinu, eins og forystumenn Alþýðusambandsins hafa til dæmis fært góð rök fyrir í greinum hér í blaðinu tvær undanfarnar helgar. Til þess að vera í myntbandalagi þarf harðan aga í ríkisfjármálum. Jafnvel þótt Ísland ætlaði alls ekki í ESB og vildi heldur ekki evruna, er járnagi í ríkisfjármálunum ein forsenda þess að efnahagslífið nái sér á strik. Skortur á slíkum aga er ein ástæðan fyrir því að íslenzkt efnahagslíf fór út af sporinu. Það er því vandséð hvað Ísland ætti að hafa út á það að setja að þurfa að undirgangast aga, sem það þyrfti hvort sem er að beita sjálft sig í framtíðinni. Eini munurinn er sá að með því að gangast undir þann aga innan ESB fær Ísland stuðning sameiginlegra stofnana sambandsins, sem það hefði ekki án ESB-aðildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins fyrir helgina varð að mörgu leyti önnur en sú sem menn höfðu spáð eða vonazt til. Þannig þýðir niðurstaðan að skref eru tekin í átt til meiri samræmingar ríkisfjármála í aðildarríkjunum. Það er jákvætt og getur komið í veg fyrir að skuldakreppa á borð við þá sem nú þjakar evrusvæðið endurtaki sig. Það leysir hins vegar ekki núverandi vanda. Þar er enn ýmislegt ógert; hvorki Evrópski seðlabankinn né Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa enn þau tæki í höndum sem þarf til að taka í taumana og róa markaðina. Útkoma fundarins er því ekki nein lokalausn á skuldavandanum. Því hafði líka verið spáð fyrir fundinn að hann gæti leitt til þess að Evrópusambandið klofnaði í tvær fylkingar, evruríkin og ríkin sem ekki notuðu gjaldmiðilinn. Það gekk ekki eftir; 23 ríki urðu sammála um að setja sér harðari reglur um aga í ríkisfjármálum og fá stofnunum Evrópusambandsins vald til að halda þeim aga með refsiaðgerðum gegn ríkjum sem reka ríkissjóð með halla og safna skuldum. Þrjú til viðbótar hyggjast vera með, að fengnu samþykki þjóðþingsins. Bretland stendur þannig eitt utan þessa samkomulags, sem þýðir að það verður ekki fellt inn í stofnsáttmála Evrópusambandsins heldur hefur stöðu milliríkjasamnings. Það jafngildir hins vegar ekki klofningi Evrópusambandsins, heldur að Bretar standa þar einangraðir. Það er hvorki í fyrsta né annað sinn. Engu að síður hafa Bretar ekki snúið baki við Evrópusambandinu og oftast tekið þátt í framþróun þess, þótt með semingi sé. Brezka ríkisstjórnin er raunar klofin í afstöðunni til málsins og það er atvinnulífið í landinu einnig, þar með talinn fjármálageirinn. Talsmenn margra fjármálafyrirtækja eru efins um að Cameron forsætisráðherra hafi með því að beita neitunarvaldi tekizt að verja hagsmuni fjármálageirans, eins og hann sagðist vilja gera. Íslenzk stjórnvöld þurfa að skoða rækilega hvort og þá hvaða áhrif niðurstöður leiðtogafundarins hafa á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Í fljótu bragði virðast þau ekki verða mikil. Ein meginröksemdin fyrir því að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu er að þá á Ísland kost á að taka upp evru í stað krónunnar. Það er mikið hagsmunamál heimila og fyrirtækja í landinu, eins og forystumenn Alþýðusambandsins hafa til dæmis fært góð rök fyrir í greinum hér í blaðinu tvær undanfarnar helgar. Til þess að vera í myntbandalagi þarf harðan aga í ríkisfjármálum. Jafnvel þótt Ísland ætlaði alls ekki í ESB og vildi heldur ekki evruna, er járnagi í ríkisfjármálunum ein forsenda þess að efnahagslífið nái sér á strik. Skortur á slíkum aga er ein ástæðan fyrir því að íslenzkt efnahagslíf fór út af sporinu. Það er því vandséð hvað Ísland ætti að hafa út á það að setja að þurfa að undirgangast aga, sem það þyrfti hvort sem er að beita sjálft sig í framtíðinni. Eini munurinn er sá að með því að gangast undir þann aga innan ESB fær Ísland stuðning sameiginlegra stofnana sambandsins, sem það hefði ekki án ESB-aðildar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun