Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst 1. nóvember 2011 00:01 Í upphafi var orðið fyrst, það orð var Guði hjá. Það játum vér um Jesú Krist, er jörðu fæddist á, er jörðu fæddist á. Hann var það lífsins ljósið bjart, er lýsir upp hvern mann, en svo var manna myrkrið svart, að meðtók það ei hann, að meðtók það ei hann. Hann kom til sinna, kom með frið, hann kom með líkn og náð, en þeir ei kannast vildu við síns vinar líknarráð, síns vinar líknarráð. En hver, sem tekur honum við og hýsir Drottin sinn, fær náð og sigur, sæmd og frið og síðast himininn, og síðast himininn. Já, Guðs son kom í heiminn hér og hann varð mönnum jafn, að Guðs börn aftur verðum vér og vegsömum hans nafn, og vegsömum hans nafn. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Hallgrímur litli á hvergi betur heima Jól Ljósakvöld í Blómavali Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Þessi kemur þér í jólagírinn Jólin Látum ljós okkar skína Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Heitt súkkulaði Jólin Grýla kallar á börnin sín Jól Gömul þula Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól
Í upphafi var orðið fyrst, það orð var Guði hjá. Það játum vér um Jesú Krist, er jörðu fæddist á, er jörðu fæddist á. Hann var það lífsins ljósið bjart, er lýsir upp hvern mann, en svo var manna myrkrið svart, að meðtók það ei hann, að meðtók það ei hann. Hann kom til sinna, kom með frið, hann kom með líkn og náð, en þeir ei kannast vildu við síns vinar líknarráð, síns vinar líknarráð. En hver, sem tekur honum við og hýsir Drottin sinn, fær náð og sigur, sæmd og frið og síðast himininn, og síðast himininn. Já, Guðs son kom í heiminn hér og hann varð mönnum jafn, að Guðs börn aftur verðum vér og vegsömum hans nafn, og vegsömum hans nafn.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Hallgrímur litli á hvergi betur heima Jól Ljósakvöld í Blómavali Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Þessi kemur þér í jólagírinn Jólin Látum ljós okkar skína Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Heitt súkkulaði Jólin Grýla kallar á börnin sín Jól Gömul þula Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól