Langþráðar kosningar hófust í gær 29. nóvember 2011 00:30 Forsetaframbjóðandi í biðröðinni Amr Moussa, einn forsetaframbjóðenda og fyrrverandi leiðtogi Arababandalagsins, í biðröðinni fyrir utan einn kjörstaðanna.fréttablaðið/AFP Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“