Papademos leiðir Grikki 11. nóvember 2011 00:30 Verður forsætisráðherra Lúkas Papademos og þriggja flokka bráðabirgðastjórn hans taka formlega við völdum í dag.nordicphotos/AFP „Ég er ekki stjórnmálamaður en ég hef varið megninu af starfsævi minni í að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu stjórnvalda bæði í Grikklandi og Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos, sem í dag tekur við embætti forsætisráðherra Grikklands af Georg Papandreú. Hann fær nú það erfiða verkefni að hrinda í framkvæmd óvinsælum aðhaldsaðgerðum sem fylgja björgunarpakka Evrópusambandsins. Stjórn Papandreús hraktist frá völdum ekki síst vegna þess að henni tókst ekki að ná samstöðu á þingi um þessar sömu aðhaldsaðgerðir, en nú er forysta stjórnarandstöðunnar komin til liðs við stjórnina og ætlar að tryggja framgang þeirra. Papademos segist ætla að leggja alla áherslu á að halda Grikklandi áfram inni á evrusvæðinu. „Þátttaka lands okkar í evrusvæðinu tryggir peningalegan stöðugleika landsins,“ sagði hann í gær og bætti því við að evran myndi auðvelda aðlögun gríska hagkerfisins andspænis þeim erfiðleikum sem enn blöstu við. Papademos verður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar þriggja flokka af hægri og vinstri væng stjórnmálanna, sósíalistaflokksins Pasok, íhaldsflokksins Nýs lýðræðis, og lítils þjóðernisflokks af hægri vængnum sem nefnist Laos. Leiðtogar þessara þriggja flokka hafa átt erfitt með að komast að samkomulagi um það hver verði forsætisráðherra, en niðurstaðan varð sú að Papademos yrði fyrir valinu. Papademos var seðlabankastjóri Grikklands frá 1994 til 2002, en þá tók hann við sem aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins. Því starfi gegndi hann þangað til á síðasta ári, þegar Papandreú kallaði hann heim til að aðstoða sig við glímuna við ríkisskuldirnar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
„Ég er ekki stjórnmálamaður en ég hef varið megninu af starfsævi minni í að hrinda í framkvæmd efnahagsstefnu stjórnvalda bæði í Grikklandi og Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos, sem í dag tekur við embætti forsætisráðherra Grikklands af Georg Papandreú. Hann fær nú það erfiða verkefni að hrinda í framkvæmd óvinsælum aðhaldsaðgerðum sem fylgja björgunarpakka Evrópusambandsins. Stjórn Papandreús hraktist frá völdum ekki síst vegna þess að henni tókst ekki að ná samstöðu á þingi um þessar sömu aðhaldsaðgerðir, en nú er forysta stjórnarandstöðunnar komin til liðs við stjórnina og ætlar að tryggja framgang þeirra. Papademos segist ætla að leggja alla áherslu á að halda Grikklandi áfram inni á evrusvæðinu. „Þátttaka lands okkar í evrusvæðinu tryggir peningalegan stöðugleika landsins,“ sagði hann í gær og bætti því við að evran myndi auðvelda aðlögun gríska hagkerfisins andspænis þeim erfiðleikum sem enn blöstu við. Papademos verður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar þriggja flokka af hægri og vinstri væng stjórnmálanna, sósíalistaflokksins Pasok, íhaldsflokksins Nýs lýðræðis, og lítils þjóðernisflokks af hægri vængnum sem nefnist Laos. Leiðtogar þessara þriggja flokka hafa átt erfitt með að komast að samkomulagi um það hver verði forsætisráðherra, en niðurstaðan varð sú að Papademos yrði fyrir valinu. Papademos var seðlabankastjóri Grikklands frá 1994 til 2002, en þá tók hann við sem aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins. Því starfi gegndi hann þangað til á síðasta ári, þegar Papandreú kallaði hann heim til að aðstoða sig við glímuna við ríkisskuldirnar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira