Tilgangur og meðal Davíð Þór Jónsson skrifar 29. október 2011 06:00 Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp. Þráist lögreglan við að taka ábendingarnar alvarlega, gefi í skyn að það sé ekki einkaaðila að rannsaka glæpi með því að hvetja til þeirra, þeir sem séu að verki kynnu jafnvel að freistast til að setja persónulega óvildarmenna sína á þennan lista að ósekju, verður rekið upp ramakvein í fjölmiðlum yfir skilnings- og skeytingarleysi hennar. Að öllu gamni slepptu held ég að ekki þurfi að fara mörgum orðum um það af hverju þessi baráttuaðferð er ónothæf. Enginn, held ég, vill búa í landi þar sem fólk er dæmt fyrir glæpi sem það hefur ekki framið heldur aðeins látið í ljós áhuga á að fremja eftir að hafa verið hvatt til þess af þeim sem ættu að gæta laga og reglu. Það gildir einu hvert brotið er, fíkniefnasala, umferðarlagabrot, innbrot eða vændi. Ef brotið er ekki framið er óverjandi að refsa fyrir það, ekki síst ef brotaviljinn er aðeins látinn í ljós sem viðbragð við hvatningu til lögbrots. Vændi hefur stundum verið kallað elsta atvinnugreinin. Vera má að það sé rétt, en það réttlætir það hvorki né afsakar. Það segir okkur aðeins hve neyð kvenna á sér langa sögu. En vændi verður aldrei upprætt með öllu. Með því að útrýma neyðinni, valdaleysinu og kúguninni sem rekur langflestar konur út í vændi hyrfi það þó vafalaust næstum því alveg. Næstum því. Það er eðlilegt að vilja berjast gegn vændi. En það réttlætir ekki tálbeitur og njósnir. Tilgangurinn helgar aldrei meðalið því árangurinn sem næst er alltaf skilgetið afkvæmi aðferðanna sem beitt er til að ná honum. Barátta gegn vændi verður að vera barátta gegn neyð kvenna, fátækt og valdaleysi, fyrir mannréttindum þeirra og sjálfsákvörðunarrétti yfir eigin líkama. En þeim sjálfsákvörðunarrétti fylgir líka réttur þeirra til að ráðstafa honum samkvæmt sínu eigin siðferði, ekki siðferði sjálfskipaðrar stóru systur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Davíð Þór Jónsson Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp. Þráist lögreglan við að taka ábendingarnar alvarlega, gefi í skyn að það sé ekki einkaaðila að rannsaka glæpi með því að hvetja til þeirra, þeir sem séu að verki kynnu jafnvel að freistast til að setja persónulega óvildarmenna sína á þennan lista að ósekju, verður rekið upp ramakvein í fjölmiðlum yfir skilnings- og skeytingarleysi hennar. Að öllu gamni slepptu held ég að ekki þurfi að fara mörgum orðum um það af hverju þessi baráttuaðferð er ónothæf. Enginn, held ég, vill búa í landi þar sem fólk er dæmt fyrir glæpi sem það hefur ekki framið heldur aðeins látið í ljós áhuga á að fremja eftir að hafa verið hvatt til þess af þeim sem ættu að gæta laga og reglu. Það gildir einu hvert brotið er, fíkniefnasala, umferðarlagabrot, innbrot eða vændi. Ef brotið er ekki framið er óverjandi að refsa fyrir það, ekki síst ef brotaviljinn er aðeins látinn í ljós sem viðbragð við hvatningu til lögbrots. Vændi hefur stundum verið kallað elsta atvinnugreinin. Vera má að það sé rétt, en það réttlætir það hvorki né afsakar. Það segir okkur aðeins hve neyð kvenna á sér langa sögu. En vændi verður aldrei upprætt með öllu. Með því að útrýma neyðinni, valdaleysinu og kúguninni sem rekur langflestar konur út í vændi hyrfi það þó vafalaust næstum því alveg. Næstum því. Það er eðlilegt að vilja berjast gegn vændi. En það réttlætir ekki tálbeitur og njósnir. Tilgangurinn helgar aldrei meðalið því árangurinn sem næst er alltaf skilgetið afkvæmi aðferðanna sem beitt er til að ná honum. Barátta gegn vændi verður að vera barátta gegn neyð kvenna, fátækt og valdaleysi, fyrir mannréttindum þeirra og sjálfsákvörðunarrétti yfir eigin líkama. En þeim sjálfsákvörðunarrétti fylgir líka réttur þeirra til að ráðstafa honum samkvæmt sínu eigin siðferði, ekki siðferði sjálfskipaðrar stóru systur þeirra.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun