Rolex telur ránið stórt á alþjóðavísu 20. október 2011 07:15 Frank Michelsen í versluninni skömmu eftir að ráðist var þar inn. Engin fingraför hafa fundist og mennirnir þekkjast ekki í öryggismyndavélum. fréttablaðið/vilhelm Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. Lögregla hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að skoti hafi verið hleypt af þegar þrír menn ruddust inn í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum á mánudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögregla hefur undir höndum myndir af ræningjunum þar sem þeir voru að athafna sig í versluninni, en þekkir þá ekki. Í gær var því ekki vitað hverjir voru þarna að verki, hverrar þjóðar þeir eru, né hvort þeir hafa komist af landi brott eftir ránið. Þá hefur ekki fundist tangur né tetur af þýfinu. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt. Í bílnum sem mennirnir flúðu á af ránsstað og skildu eftir við Smáragötu voru tvær leikfangabyssur sem þeir notuðu til að ógna fólki í versluninni. Engin fingraför hafa fundist á byssunum, enda voru þeir með hanska, grímur og hettur þegar þeir ruddust inn og þrifu með sér úrin úr tveimur sýningarskápum þar. Myndbandsupptaka úr versluninni sýnir að mennirnir voru örsnöggir að athafna sig og héldu starfsfólkinu í skefjum með leikfangabyssunum, brutu skápana og sópuðu út úr þeim. Lögreglan hefur lýst eftir manni í rauðri úlpu sem upptaka úr öryggismyndavél sýndi að var að sniglast fyrir utan verslunina morguninn sem ránið var framið. Upplýsingar sem almenningur hefur veitt hafa ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hann. Af fjórum bílum sem stolið var á höfuðborgarsvæðinu helgina áður en ránið var framið eru þrír komnir í leitirnar. Talið er að einn bílanna hafi ræningjarnir notað til að komast á ránsstað og til að flýja burt eftir verknaðinn. Sá bíll fannst við Smáragötu og þar hverfur slóð ræningjanna. Stolinn bíll sem skilinn var eftir í gangi við Vegamótastíg er jafnvel talinn tengjast málinu, en þó er það ekki fullvíst. jss@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. Lögregla hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að skoti hafi verið hleypt af þegar þrír menn ruddust inn í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum á mánudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögregla hefur undir höndum myndir af ræningjunum þar sem þeir voru að athafna sig í versluninni, en þekkir þá ekki. Í gær var því ekki vitað hverjir voru þarna að verki, hverrar þjóðar þeir eru, né hvort þeir hafa komist af landi brott eftir ránið. Þá hefur ekki fundist tangur né tetur af þýfinu. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt. Í bílnum sem mennirnir flúðu á af ránsstað og skildu eftir við Smáragötu voru tvær leikfangabyssur sem þeir notuðu til að ógna fólki í versluninni. Engin fingraför hafa fundist á byssunum, enda voru þeir með hanska, grímur og hettur þegar þeir ruddust inn og þrifu með sér úrin úr tveimur sýningarskápum þar. Myndbandsupptaka úr versluninni sýnir að mennirnir voru örsnöggir að athafna sig og héldu starfsfólkinu í skefjum með leikfangabyssunum, brutu skápana og sópuðu út úr þeim. Lögreglan hefur lýst eftir manni í rauðri úlpu sem upptaka úr öryggismyndavél sýndi að var að sniglast fyrir utan verslunina morguninn sem ránið var framið. Upplýsingar sem almenningur hefur veitt hafa ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hann. Af fjórum bílum sem stolið var á höfuðborgarsvæðinu helgina áður en ránið var framið eru þrír komnir í leitirnar. Talið er að einn bílanna hafi ræningjarnir notað til að komast á ránsstað og til að flýja burt eftir verknaðinn. Sá bíll fannst við Smáragötu og þar hverfur slóð ræningjanna. Stolinn bíll sem skilinn var eftir í gangi við Vegamótastíg er jafnvel talinn tengjast málinu, en þó er það ekki fullvíst. jss@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent