Þjónn, það er fluga í stríðinu mínu Roald Eyvindarson skrifar 16. október 2011 10:00 Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Bækur. Flugan sem stöðvaði stríðið. Bryndís Björgvinsdóttir. Vaka-Helgafell. Stríð geisar í ímynduðu, fjarlægu landi þar sem tvær nágrannaþjóðir eru á góðri leið með að gera út af við hvor aðra. Húsflugur sem hafa flúið heimkynni sín í leit að friðsælum íverustað blandast í átökin og í kjölfarið taka málin óvænta stefnu. Þannig hljómar í stuttu máli söguþráður bókarinnar Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur sem hlaut á dögunum Íslensku barnabókaverðlaunin 2011. Sagan er séð frá sjónarhóli lítilmagnans, fimm húsflugna sem eiga undir högg að sækja í samvistum við mannfólkið. Þetta er ólíkur hópur, hver með sín sérkenni, viðfelldin grey sem sjá heiminn með saklausum augum og skilja ekki hvað mannskepnunni gengur til með skefjalausri græðgi og grimmd. Lítill greinarmunur er hins vegar gerður á mannfólkinu sem er með fáeinum en ýktum undantekningum fremur illa innrættar, blóðþyrstar skepnur. Það er þekkt stef að minnka muninn milli dýra og manna í bókum, einkum barnabókum, með því að manngera dýr og draga fram dýrslegt eðli manna. Tilgangurinn er sá að lesendur, börn, geti sett sig í annarra spor, óháð útliti og stöðu. Sagan boðar þannig hugmyndir um frið, jöfnuð og samkennd. Höfundi liggur mikið á hjarta og kemur því ágætlega á framfæri í þessari litlu og vel meinandi sögu. Textinn er á heildina ágætlega skrifaður, nær að kalla fram einstaka bros þótt undirtónninn sé alvarlegur, stríð með öllum sínum ljótu birtingarmyndum, og inn á milli skemmtilega ljóðrænar myndlíkingar. Eins og þegar flugurnar ferðast með flugvél til hins ímyndaða Assambad: „…horfa niður á skýin sem hímdu undir flugvélinni eins og eyðiland úr þeyttum rjóma". (s. 32) Helsti vandinn er sá að textinn er á köflum helst til flatur og heldur fyrir vikið ekki alltaf athygli. Atburðarásin er þétt en rislítil og ekki fyrr í seinni hluta þegar húsflugurnar taka höndum saman um að binda enda á blóðbaðið sem sagan kemst á gott flug. Þá fyrst færist fjör í leikinn þegar ýktar birtingarmyndir góðs og ills, tvívíðar persónur sögunnar, takast á í grátbroslegri viðureign sem krefst að lokum hinnar fullkomnu fórnar, færðar í kærleika svo friður náist að nýju. Þræðir eru hnýttir vel saman í lokin sem kallast á við upphafið og ramma frásögnina rækilega inn. Niðurstaða: Fallegur boðskapur og ágæt tilraun til að varpa nýju ljósi á tilgangsleysi stríðs, þótt aðeins vanti upp á slagkraftinn. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Flugan sem stöðvaði stríðið. Bryndís Björgvinsdóttir. Vaka-Helgafell. Stríð geisar í ímynduðu, fjarlægu landi þar sem tvær nágrannaþjóðir eru á góðri leið með að gera út af við hvor aðra. Húsflugur sem hafa flúið heimkynni sín í leit að friðsælum íverustað blandast í átökin og í kjölfarið taka málin óvænta stefnu. Þannig hljómar í stuttu máli söguþráður bókarinnar Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur sem hlaut á dögunum Íslensku barnabókaverðlaunin 2011. Sagan er séð frá sjónarhóli lítilmagnans, fimm húsflugna sem eiga undir högg að sækja í samvistum við mannfólkið. Þetta er ólíkur hópur, hver með sín sérkenni, viðfelldin grey sem sjá heiminn með saklausum augum og skilja ekki hvað mannskepnunni gengur til með skefjalausri græðgi og grimmd. Lítill greinarmunur er hins vegar gerður á mannfólkinu sem er með fáeinum en ýktum undantekningum fremur illa innrættar, blóðþyrstar skepnur. Það er þekkt stef að minnka muninn milli dýra og manna í bókum, einkum barnabókum, með því að manngera dýr og draga fram dýrslegt eðli manna. Tilgangurinn er sá að lesendur, börn, geti sett sig í annarra spor, óháð útliti og stöðu. Sagan boðar þannig hugmyndir um frið, jöfnuð og samkennd. Höfundi liggur mikið á hjarta og kemur því ágætlega á framfæri í þessari litlu og vel meinandi sögu. Textinn er á heildina ágætlega skrifaður, nær að kalla fram einstaka bros þótt undirtónninn sé alvarlegur, stríð með öllum sínum ljótu birtingarmyndum, og inn á milli skemmtilega ljóðrænar myndlíkingar. Eins og þegar flugurnar ferðast með flugvél til hins ímyndaða Assambad: „…horfa niður á skýin sem hímdu undir flugvélinni eins og eyðiland úr þeyttum rjóma". (s. 32) Helsti vandinn er sá að textinn er á köflum helst til flatur og heldur fyrir vikið ekki alltaf athygli. Atburðarásin er þétt en rislítil og ekki fyrr í seinni hluta þegar húsflugurnar taka höndum saman um að binda enda á blóðbaðið sem sagan kemst á gott flug. Þá fyrst færist fjör í leikinn þegar ýktar birtingarmyndir góðs og ills, tvívíðar persónur sögunnar, takast á í grátbroslegri viðureign sem krefst að lokum hinnar fullkomnu fórnar, færðar í kærleika svo friður náist að nýju. Þræðir eru hnýttir vel saman í lokin sem kallast á við upphafið og ramma frásögnina rækilega inn. Niðurstaða: Fallegur boðskapur og ágæt tilraun til að varpa nýju ljósi á tilgangsleysi stríðs, þótt aðeins vanti upp á slagkraftinn.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira